Fundargerð - 16. janúar 2002

Miðvikudagskvöldið 16. janúar 2002 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar að Melum. Mættir voru Oddur Gunnarsson, Ármann Búason, Helgi Steinsson, Klængur Stefánsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Jóna Antonsdóttir og Sturla Eiðsson. Enginn áheyrnarfulltrúi.

 

Dagskrá:

1.   Fundargerðir: Sveitarstjórnar frá 10.12.2001. Byggingarnefndar 14.12.1001

Sameinginlegar byggingarnefndar austurs og vesturs svæðis frá 14.12.2001

2.   Ársreikningar: Þelamerkurskóla f / árin 1996, 1997, 1998, 1999 og 2000. Íþróttahúss árin 1999 og 2000

3.   Þelamerkurskóli (skuldalisti foreldra v/mötuneyti)

4.   Skógarhlíð / lóðir

5.   Þorrablótssjóður Öxndæla

6.   Jarðasölur. Búðarnes, Bás, Staðartunga

7.   Fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar / áætlun

8.   Reglugerð um holræsi

 

  1a) Fundargerð sveitarstjórnar frá 10.12.2001, var samþykkt.

    b) Fundargerð bygginganefndar frá 14.12.2001, var samþykkt.

    c) Fundargerð sameiginlegrar byggingarnefndar vestur- og austursvæðis frá 14.12.2001, var kynnt. Fimm fundir voru hjá byggingarnefnd vestursvæðis árið 2001 og voru 21 erindi samþykkt. Níu fundir voru hjá byggingarnefnd austursvæðis og 79 erindi samþykkt. Einnig kom fram fyrirhuguð sameining þessara nefnda.

 

  2)  Ársreikningar Þelamerkurskóla 1996, 1997, 1998, 1999, 2000, voru lagðir fram undirritaðir af kjörnum, skoðunarmönnum. Ársreikningar íþróttahúss frá 1999 og 2000 voru lagðir fram undirritaðir af kjörnum skoðunarmönnum. Allir þessir reikningar voru staðfestir.

 

   3) Oddviti lagði fram skuldalista foreldra við mötuneyti Þelamerkurskóla. Oddviti hefur greitt til skólans kr. 334.592.- vegna sex aðila. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að innheimta þessa skuld.

 

   4) Sveitarstjórn samþykkir að þær lausu lóðir sem eru eftir í Skógarhlíð verði gerðar úthlutunarhæfar sem fyrst.

 

   5)  Helgi Steinsson afhenti oddvita gullbók nr. 243034, sem þorrablótssjóður Öxndæla á að upphæð 8.154.- kr. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarsjóður Hörgárbyggðar varðveiti nefnda upphæð.

 

  6a) Oddviti lagði fram kaupsamning um jörðina Búðarnes í Hörgárbyggð og jörðina Bás í Hörgárbyggð. Þessi kaupsamningar voru samþykktir.

  6b) Oddviti lagði fram kaupsamning um hluta jarðarinnar Staðartungu í Hörgárbyggð, það er að segja íbúðarhús, vélageymslu, bragga og 2 ha land umhverfis húsin. Kaupsamningurinn var samþykktur.

 

  7a) Fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar 2002. Farið yfir vinnuáætlun unna af Sigfúsi Karlssyni fjármálastjóra og oddvita. Oddviti gerði grein fyrir málaflokkum, umræður urðu um nokkra liði.

Gera þarf nokkrar breytingar fyrir loka umræðu fjárhagsáætlunar Hörgárbyggðar. Meðal annars vegna breytingar og viðhalds félagsheimilanna Mela og Hlíðarbæjar.

 

   8) Oddviti kynnti reglugerð um holræsi og holræsagjald í Glæsibæjarhreppi, sem þarf að heimfæra á Hörgárbyggð. Ákveðið var að oddviti kæmi með staðfesta samþykkt fyrir næsta fund.

 

Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 00:40.

 

Fundarritarar Helgi B. Steinsson og Ármann Þ. Búason