Fundargerð - 16. febrúar 2005

Fundargerð 68.

 

16. febrúar 2005. Allir nefndarmenn mættir.  Engir áheyrnarfulltrúar.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

  

1.  Þriggja ára áætlun.

Sveitarstjóri lagði fram 3ja ára áætlun lítillega breytta frá áður sendri áætlun.  Áætlunin var yfirfarin og síðan samþykkt samhljóða.

2.  Fundargerðir:

a.  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, 76. fundur, haldinn 17. janúar 2005. Þar kemur fram að eitt nýtt starfsleyfi fyrir vatnsveitu hefur verið samþykkt úr Hörgárbyggð og er það á Tréstöðum, starfsleyfið gildir til 1. sept. 2005. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

b. Fundargerð jafnréttisnefndar frá 25. nóvember 2004.             Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

c.  Fundargerð skólanefndar frá 26. janúar 2005. Fundargerðin rædd og síðan afgreidd án athugasemda.

 d.  Fundargerð framkvæmdanefndar frá 26. janúar 2005.  Undir lið 6 var eftirfarandi bókun gerð: Samþykkt að stafsmenn skólans haldi þeim fjórum launaflokkum sem þeir fengu 1. janúar 2003. Undir lið 7 var eftirfarandi bókun gerð: Leigufjárhæð sem greidd hefur verið fyrir skrifstofu Hörgárbyggðar hefur verið greidd skv. fjárhagsáætlun skólanns sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórnum beggja sveitarfélaganna. Í fjárhagsáætlun skólans er áætlað kr. 495.000 fyrir leigu og ræstingu fyrir árið 2005.  Undir lið 8 um mötuneytismál var samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna að málinu. Greiðslur til skólanefndar verða framkvæmdar með sama hætti og á árinu 2004 og greitt verður fyrir akstur skv. akstursdagbók. e.  Fundargerð stjórnar Íþróttamið-stöðvarinnar á Þelamörk, frá 3. febrúar 2005.  Helga fór ítarlega í gegn um tekjur og gjöld íþróttahússins. Samþykkt var að laun fastráðinns starfsmanns íþróttamiðstöðvar á starfstíma skólans miðist við laun skólaliða II.  Fundargerðin  samþykkt.     

3. Erindi - bréf:

a.  Styrkbeiðni frá Gásafélaginu, undirrituð af Ingólfi Ármannssyni.  Þar er farið fram á kr. 10.000 til áframhaldandi starfsemi félagsins. Samþykkt að veita umbeðinn styrk.

b.  Beiðni um stuðning frá Impru, vegna “Brautargengis 2005”, undirrituð af Fjólu Jónsdóttur. Málið verður skoðað ef einhver íbúi úr sveitarfélaginu sækir námskeið hjá þeim.

c.  Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 20. janúar 2005.   Þar kemur fram að verið er að útbúa nýjar lánareglur fyrir sjóðinn og er sveitarfélögum bent á að bíða með frekari lántökur þar til kynning hefur farið fram á nýjum reglum sjóðsins. Lagt fram til kynningar.

d. Tölvubréf frá SIM, Listskreytingasjóði ríkisins, frá 2. febrúar 2005, undirritað af Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Þar kemur fram að auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum 2005 til skreytinga á opinberum byggingum. Lagt fram til kynningar.

c. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um lok gildandi samnings um Staðardagskrá 21, dags. 3. febrúar 2005. Þar kemur fram að í lok ársins 2005 rennur út núgildandi samningur milli Samb. ísl. Sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins um aðstoð við íslensk sveitarfélög um staðardagskrá 21. Sveitarfélög eru hvött til að nýta sér þjónustu landsskrifstofunnar á meðan hægt er.

Sveitarstjóri lagði fram tillögu þess efnis: Að sveitarstjórn Hörgárbyggðar fái  fulltrúa Staðardagskrár 21 til viðræðna um dagskrána.  Í  framhaldi af því taki sveitarstjórn afstöðu til þess hvort sveitarfélagið nýti sér þá aðstoð sem enn er í boði og verði  þátttakandi í Staðardagskrá 21.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

f. Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, sent í gegn um áskrift af fréttum Sambandsins, frá 7. febr. 2005.  Þar er vakin athygli á auglýsingu frá Vegagerðinni þar sem [leitað] er eftir umsóknum um styrki vegna rannsókna- og þróunarstarfs á árinu 2005. Lagt fram til kynningar.

f.  Erindi sem barst á tölvupósti frá Sigurlaugu Hauksdóttur varðandi lóð. 

Kemur fram í erindinu að hún er að sækjast eftir stórri lóð þar sem hún er með hundarækt.  Sveitarstjórn telur sig ekki hafa lóð sem hentar fyrir viðkomandi stafsemi, að svo stöddu.

h. Óskir um umsagnir sveitarstjórnar og samþykki vegna lóða og lóðamarka, sbr meðfylgjandi.

   1) Óskar Gunnarsson og Marsilía Ingvarsdóttir óska samþykki sveitarstjóranar að land það sem Sigurgeir Vagnsson hefur fengið hjá þeim til að byggja íbúðarhús, sbr. teikningu frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, verði tekið úr landbúnaðarnotkun.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti..

     2) Valur Daníelsson og Sesselja Ingólfsdóttir óska eftir samþykki sveitarstjórnar þess efnis að landspilda, samkv. teikningu frá Búnað-arsambandi Eyjafjarðar, tilheyri neðri hæð íbúðarhússins í Fornhaga. Sveitarstjórn samþykkti erindið að því gefnu að skriflegur samningur liggi fyrir milli eignaraðila.

i.   Umsókn frá ferðasjóði Þelamerkurskóla um að húsaleiga af Hlíðarbæ verði felld niður þegar 10. bekkur heldur Kolaport í fjáröflunarskyni þann 26. febrúar nk.  Sveitarstjórn ákvað að verða við erindinu með þeim fyrirvara að nemendur sjái þá um að þrífa húsið eftir notkun.

Erindi frá fjórum nemendum um að sveitarfélagið kaupi trommusett fyrir Þelamerkurskóla svo nemendur geti æft sig og síðan stofnað hljómsveit. Erindinu vísað til framkvæmdarnefndar skólans.

j. Tilboð frá Örkinni hans Nóa í 50 stóla í Hlíðarbæ og hljóðar það upp á kr. 497.378 m/vsk. Og tilboð frá Vörubæ um sama magn á kr. 390.000. Erindinu vísað til húsnefndar til skoðunar og henni falið að kaupa allt að 50 stólum.

4.  Innheimtureglur – og samningur um innheimtu.  Lagðar fram yfir-farnar innheimtureglur fyrir Hörgárbyggð, nokkuð breyttar frá fyrri tillögu. 

Óskað var eftir að sveitarstjórnarmenn yfirfari reglurnar og komi athugasemdum til sveitarstjóra sem fyrst. Málið verði afgreitt á næsta fundi.   

5. Gjaldskrárbreytingar – sorpeyðing. Sveitarstjórn samþykkir að hækka sorpeyðingargjald upp í kr. 3.100 á tonnið vegna árisins 2005 en jafnframt að senda stjórn Sorpeyðingar Eyjafjarðar erindi þess efnis að sorpeyðingargjald verði innheimt beint frá fyrirtækjum í Hörgárbyggð án milligöngu sveitarfélagsins ef þess er nokkur kostur.

6.  Ýmis mál.

Vaxtasamningur Eyjafjarðar, leikskólamál og byggingarmál við Birkihlíð voru til umræðu. Sveitarstjóra falið að óska eftir því við byggingafulltrúa að hann skoði hús það sem var með bráðabirgðarleyfi í Mið-Samtúni, þar sem að leyfið er útrunnið.

7. Trúnaðarmál.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00:08