Fundargerð - 16. apríl 2015

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 

57. fundur

 

Fundargerð

 

Miðvikudaginn 15. apríl 2015 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson, María Albína Tryggvadóttir undir lið 5 og Þórður Ragnar Þórðarson undir lið 5 til 7 í dagskránni.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Ársreikningur sveitarsjóðs 2014, síðari umræða

Fyrir fundinum lá endurskoðunarskýrsla frá PWC. Fyrri umræða um ársreikning sveitarsjóðs fyrir árið 2014 fór fram 19. mars 2015. Þá var hann afgreiddur til síðari umræðu.

Sveitarstjórn staðfesti ársreikning sveitarsjóðs fyrir árið 2014 með undirritun sinni á ársreikninginn.

 

2.        Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. mars 2015

Fundargerðin er í fjórum liðum. Þar á meðal er afgreiðsla  á ársreikningi nefndarinnar 2014. Þá er vakin athygli á bókun nefndarinnar þar sem sveitarfélög á hennar starfssvæði eru hvött til að tryggja matvælavinnslum, ferðaþjónustu og almennum útvistarhagsmunum hreint og heilnæmt umhverfi og fullnægja skyldum sínum um fráveitur og hreinsivirki.  Loks er afgreiðsla á sex umsóknum um starfsleyfi. Þar er afgreiðsla á umsókn um starfsleyfi fyrir harðfiskverkun að Hjalteyrartanga. Nefndin samþykkti  umsóknina. Að öðru leyti varðar fundargerðin ekki Hörgársveit með beinum hætti.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

3.        Fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 20. febrúar 2015

Fyrir fundinum lá fundargerð fulltrúaráðs Eyþings.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar eða afgreiðslu af hálfu sveitarstjórnar.

 

4.        Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, auglýsing tillögu

Fyrir fundinum lá tillaga að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 ásamt greinargerð, forsendum og umhverfisskýrslu.  Tillagan var kynnt á almennum íbúafundi þann 8. apríl 2015. Þá lágu fyrir fundinum innsendar athugasemdir og umsagnir um tillöguna og samantekt um viðbrögð við þeim.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti aðalskipulagstillöguna og umhverfisskýrsluna.  Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagstillöguna og umhverfisskýrsluna til formlegrar afgreiðslu fyrir auglýsingu í samræmi við skipulagslög 123/2010.

 

Helgi Bjarni Steinsson og Ásrún Árnadóttir véku af fundi. María Albína Tryggvadóttir og Þórður Ragnar Þórðarson tóku sæti á fundinum.

 

5.        Erindi frá Þorsteini Rútssyni

Fyrir fundinum lá bréf frá Þorsteini Rútssyni með beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í lögfræðikostnaði vegna fundahalda í tengslum við vinnu aðalskipulags sveitarfélagsins haustið 2014.

Sveitarstjórn samþykkti með 4 atkvæðum að hafna erindinu, Þórður Ragnar Þórðarson var á móti.

 

Helgi Bjarni Steinsson tók aftur sæti á fundinum.

 

6.        Innanríkisráðuneytið, álit á framkvæmd útboðs á skólaakstri

Í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar þann 16. apríl 2014 lágu fyrir fundinum drög að samkomulagi um málalok við FAB Travel vegna málsins.

Sveitarstjórn samþykkti samkomulagið.

 

Jón Þór Benediktsson vék af fundi. 

 

7.        Skólaakstur

Rætt um tilhögun skólaaksturs á næsta vetri.

Sveitarstjórn samþykkti að semja við núverandi samningsaðila um skólaakstur á næsta skólaári á grundvelli fyrri samninga.

 

Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir tóku aftur sæti á fundinum.

 

8.        Aðalfundur Moltu ehf.

Boðað er til aðalfundar Moltu ehf. 20. apríl n.k.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.

 

9.        Umsókn um nýtt rekstrarleyfi

Fyrir fundinum lá erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi varðandi nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitinga á Hótel Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að rekstrarleyfið verði veitt.

 

10.        Bréf frá verkefnastjórn um meðhöndlun úrgangs.

Lagt fram bréf frá verkefnastjórninni þar sem hún fer þess á leit að sveitarstjórnin feli henni ákveðna vinnu við svæðisáætlun fyrir sína hönd. Jafnframt lágu fyrir fundinum drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026.

Sveitarstjórn samþykkti að fela verkefnastjórninni að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.  Jafnframt var verkefnastjórninni falið að taka við athugsemdum sem berast á umsagnartíma.

 

11.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17.35