Fundargerð - 16. apríl 2007

Miðvikudaginn 16. apríl 2007 kl. 20:30 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgárbyggð saman til fundar í Hlíðarbæ. Á fundinn komu Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir, auk Sighvats Stefánssonar húsvarðar Hlíðarbæjar, Þórðar Steindórssonar húsvarðar Mela og Guðmundar Sigvaldasonar, sveitarstjóra. Ennfremur voru á fundinum fulltrúar Leikfélags Hörgdæla og Kvenfélags Hörgdæla, Ásgeir Már Hauksson og Alda Traustadóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1. Framtíðarendurbætur á Hlíðarbæ

Rætt um möguleika á að halda áfram endurbótum við Hlíðarbæ. Fram kom að kostnaður við endurbætur hússins síðastliðinn vetur varð mun meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Niðurstaðan var að fresta ákvörðunum um frekari endurbætur um sinn, að öðru leyti en því að kannað verði með að fá hönnuð til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á lóð hússins, þannig að unnt verði að vinna skipulega að endurbótum á henni eftir því sem tök eru á hverju sinni. Sveitarstjóri tók að sér að ræða við Landmótun um málið.

Rætt um þörf fyrir fleiri stóla í Hlíðarbæ. Ákveðið var að leggja til við sveitarstjórn að keyptir verði 75 nýir stólar í húsið. Ef af þeim kaupum yrði var gert var ráð fyrir að elstu stólar Hlíðarbæjar verði nýttir á Melum.

Ákveðið að allsherjartiltekt verði í kjallara Hlíðarbæjar fyrir vorið.

 

2. Gjaldskrá félagsheimilanna

Húsverðir lögðu fram tillögur að nýrri samræmdri gjaldskrá fyrir félagsheimilin.

Að loknum umræðum var samþykkt að leggja til eftirfarandi gjaldskrá, sem taki gildi 1. maí 2007:

Fundir færri en 20 manns                       10.000

Fundir 20 manns eða fleiri                      10.000 (+ þrif 5.000)

Söngskemmtun og tónleikar                   10.000 (+ þrif 5.000)

Leikæfingar og dansæfingar (aðrir en eig.) 10.000 (+ þrif 5.000)

Spilakvöld og kvöldvökur (aðrir en eig.)  10.000 (+ þrif 5.000)

Árshátíðir og þorrablót heimaaðila          20.000 (+ þrif 15.000)

Árshátíðir og þorrablót (aðrir)                30.000 (+ þrif 15.000)

Veislur                                                 20.000 (+ þrif 10.000)

Ættarmót                                             20.000 á sólarhr. (+ þrif 10.000 einn sólarhr. og 15.000 tveir sólarhr.)

Gisting                                                 1.000 kr. á mann (auk þrifa)

Leikæfingar og dansæfingar (eig.)          1.000 fyrir hverja æfingu

Leiksýningar                                         10% af aðgangseyri

Erfidrykkjur vegna íbúa innan sveitarfélagsins eru gjaldfríar, að undanskildum þrifum.

Dyravarsla, STEF-gjöld o.þ.h. er alltaf undanskilið.

 

3. Ársreikningur Mela og rekstrarniðurstaða Hlíðarbæjar fyrir árið 2006

Ásgeir Már gerði grein fyrir niðurstöðutölum ársreiknings Mela fyrir árið 2006.  Húsaleigutekjur félagsheimilisins urðu 386.830 kr. Heildarniðurstaða rekstrarreiknings var að gjöld umfram tekjur urðu 299.900 kr. Laun húsvarðar eru ekki færð í ársreikninginn. Þá gerði Ásgeir Már grein fyrir rekstrarniðurstöðu Hlíðarbæjar á árinu 2007. Húsaleigutekjur félagsheimilisins urðu alls 631.944 kr. Samanlögð rekstrargjöld, bæði í aðalsjóði og eignasjóði, sýnir gjöld umfram tekjur upp á 2.460.650 kr.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:00