Fundargerð - 15. september 2011

Fimmtudaginn 15. september 2011 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Gústav G. Bollason, Halldóra Vébjörnsdóttir, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Jósavin H. Arason. Auk þess voru á fundinum Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Yfirlit yfir rekstur menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála janúar-júlí 2011

Lagt fram yfirlit yfir rekstur menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála fyrstu sjö mánuði ársins 2011.

 

2. Málefni Hrauns í Öxnadal ehf.

Lagt fram bréf, dags. 1. júlí 2011, frá Hrauni í Öxnadal ehf., þar sem gerð er grein fyrir því að hluthafafundur félagsins verði í haust til að kynna rekstrarstöðu þess.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að tekið verði jákvætt í þátttöku í frekari uppbyggingu á Hrauni, enda taki aðrir hluthafar líka þátt í henni.

 

3. Gásakaupstaður ses., styrktarsamningur

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 4. júlí 2011, frá Gásakaupstað ses. þar sem óskað er eftir að styrktarsamningur Hörgársveitar við sjálfseignarstofnunina verði endurnýjaður/framlengdur.

 

4. Umsjón með miðaldadögum 2012

Lagt fram bréf, dags. 9. september 2011, frá Gásakaupstað ses., þar sem óskað er eftir viðræðum um að Hörgársveit taki að sér umsjón með Miðaldadögum á Gásum sumarið 2012.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að viðræður fari fram við Gásakaupstað ses. um að Hörgársveit taki að sér umsjón með miðaldadögum á Gásum sumarið 2012.

 

5. Viðhald félagsheimila

Rætt um stöðu á viðhaldi félagsheimilanna í kjölfar athugunar sem fram fór fyrr um daginn.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að kannaðir verði möguleikar á borun eftir neysluvatni fyrir Mela nú í haust og að Leikfélagi Hörgdæla verði falið að mála salinn á Melum.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 23:20.