Fundargerð - 15. júní 2005

Miðvikudaginn 15. júní 2005 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 68. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.  Aukafundur sveitarstjórnar Hörgárbyggðar frá 30.05.2005, afgreiðsla mála.  Fundargerðin var samþykkt með áorðnum breytingum.

 

2.   Kjör oddvita og varaoddvita.

Lagt var til að oddviti og varaoddviti gengni starfi sínu áfram og var það samþykkt.

 

3.  Ljósastaurar.

Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna ljósastauravæðingu í Skriðuhreppi og víðar frá Jónasi Ragnarssyni fh. Rafeyrar. Samþykkt að klára að ljósastauravæða Hörgárbyggð á þessu kjörtímabili og þeirri vinnu verði lokið á árinu 2005, hjá þeim aðilum sem hafa lögheimili á lögbýlum. Aðrir þeir sem hafa lögheimili í eigin húsnæði og óska eftir að fá ljósastaura þurfa að sækja um það skriflega.

 

4.  Nefndir varðandi sameiningu-fjármál.

Greitt verður fyrir nefndarvinnu í sameininganefnd mánaðarlega eins og aðrar nefndir í Hörgárbyggð.

 

5.  Fundargerðir;

a)  Fundargerð byggingarnefndar frá 7. júní 2005.

Þrjú erindi voru samþykkt í bygginganefnd frá Hörgárbyggð, þ.e. bygging tveggja smáhýsa í Pétursborg og vínveitingarleyfi fyrir Gloppu ehf. í Engimýri yfir sumarmánuðina. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt án athugasemdar.

b)  Fundargerð skólanefndar frá 19. maí

Fundargerðin rædd, þar kom fram að einungis er búið að ráða í eina afleysingastöðu kennara  fyrir næsta skólaár, þ.e. Anna Rósa Friðriksdóttir. Fækkað er um eina kennarastöðu vegna fækkunar nemenda í ÞMS. Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

c)  Fundargerð leikskólanefndar frá 2. júní 2005.

Sveitarstjórn tekur undir það sjónarmið leikskólanefndar að þeir sem taka börn sín úr leikskólanum yfir sumarmánuðina, og hafa áður notið forgangs geti ekki reiknað með að  halda leikskólaplássi fyrir barn sitt.

Einnig samþykkir sveitarstjórn að hætta að fylgja gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir leikskólann á Álfasteini, heldur veri gjaldskráin ákveðin af sveitarstjórn hverju sinni. Er því ákveðið að gildandi klukkutímagjald verði óbreytt áfram eða kr. 2.846 og að afslættir verði skoðaðir fyrir næsta fund.

d)  Fundargerð stjórnar Eyþings frá 13. maí 2005.  Lögð fram til kynn-ingar

e)  Fundargerð heilbrigðiseftirlitsins frá 11. apríl 2005. Lögð fram til kynningar.

f) Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar, nr. 73, 74, 75.             Lagðar fram til kynningar

 

6.   Stefnumörkun – Sorpeyðing Eyjafjarðar og svæðisáætlun um meðhöndlun sorps 2005 – 2020. Þar kemur fram í skýrslunni að verulega á að draga úr sorpmagni á hvern íbúa til urðunar á því tímabili. Óskað er eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga um hvort byggðasamlagið eigi að taka að sér rekstur gámasvæða á starfssvæðinu og hvort að byggðasamlagið eigi að taka að sér almenna sorphirðu á starfssvæðinu. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar telur rétt að Sorpey sjái um rekstur gámasvæða og almenna sorphirðu á starfssvæðinu. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur að breytingum á stofnsamningi Sorpeyjar.

 

7.  Brunavarnir Eyjafjarðar, skipting kostnaðar.

Lögt fram kostnaðarskipting vegna samnings um brunavarnir í Eyjafirði. Hlutur Hörgárbyggðar á árinu 2004 var kr. 1.616.378 og áætlaður kostn-aður fyrir árið 2005 er kr. 1.551.000.

 

8.   Ýmis mál.  

Rætt um sumarleyfi og sumarlokun skrifstofunnar. Ákveðið var að þegar drög að samningi vegna aðalskipulagsins liggja fyrir við Landmótun verður hann sendur út til sveitarstjórnarmanna og fá þeir tækifæri að koma að athugasemdum áður en samningur verður endalega frágenginn.

Ákveðið er að vinna að því að taka skipulagt iðnaðarsvæði neðan vegar í Mið-Samtúni úr þeim farvegi og taka það undir íbúðabyggð í staðinn.

 

9.   Umsóknir um lóð – lóðir.

Auðbjörn Kristinsson sækir um lóðirnar nr. 12 og 14 við Skógarhlíð og hyggst hann byggja þar tvö hús. Sveitarstjórn samþykkir að veita Auðbirni lóðirnar með fyrirvara.  Lóð nr.  14 hefur nú þegar verið úthlutað og hefur viðkomandi  aðili ekki greitt staðfestingargjald ennþá. Sveitastjóra falið að óska eftir því við viðkomandi aðila að hann staðfesti umsókn sína eða segi sig að öðrum kosti formlega frá lóðinni. 

 

10.   Bréf frá Arnarneshreppi, þar sem þeir segja upp samningi um  bók-hald ÞMS. Lagt fram til kynningar.

 

11.  Tónlistarskóli Eyjafjarðar.

23 börn úr Hörgárbyggðhafa skráð sig í nám hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar, næsta námsár í 20,5 stundir. Drög að fjárhagsáætlun lögð fram og er áætlað að Hörgárbyggð þurfi að greiða kr. 545.070 á mánuði, ágúst til desember 2005 eða kr. 2.681.140 á haustönn. Lagt er fyrir skólanefnd Tónlistarskólanns að leita allra leiða til að spara eins og hægt er í rekstri skólanns, þar sem skólinn er orðin mjög dýr. Breyta þarf fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar við endurskoðun fjárhagsáætlunar vegna kostnaðarhækkunar hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

 

12.   Laun húsvarða. Til Kynningar.

 

13.   Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf., 22. júní n.k.   Oddviti er aðalmaður og sveitarstjóri til vara.    

 

14.        Lokuð umræða

           

Fundi slitið kl. 00:30