Fundargerð - 15. júní 2004

Þriðjudaginn 15. júní 2004 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 53. fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Einn áheyrnarfulltrúi var mættur.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

Ósk kom frá sveitarstjóra að bæta á dagskrá; 9. lið. Það var samþykkt.

 

1.  Ársreikningar.

Þorsteinn Þorsteinsson hjá KPMG mætir á fundinn.  Þorsteinn fór yfir ársreikninga Aðalsjóðs, eignasjóðs, fráveitusjóðs og samstæðu. Fyrri umræða.

 

2. Jarðasala – Lönguhlíð.

Bréf frá Kristjáni Hermannssyni í Lönguhlíð um að sveitarstjórn Hörgárbyggðar veiti samþykki sitt fyrir sölu jarðarinnar Lönguhlíð til Evu Maríu Ólafsdóttur og Braga Konráðssonar. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir erindið og býður nýja ábúendur velkomna.

 

3.  Byggingarreitur á Ytri – Bægisá 2.

Fyrir lá munnlega beiðni frá Stefáni Lárusi Karlssyni þar sem hann óskar eftir leyfi sveitarstjórnar fyrir viðbyggingu á útihúsum sbr. teikningu sem liggur fyrir. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir umræddan byggingarreit með fyrirvara um leyfi bygginganefndar.

 

4. Leyfisveitingar á Hálsi - veitingaleyfi – vínveitingaleyfi.

Sveitarstjórn staðfestir samþykki sveitarstjóra á veitingaleyfi fyrir veitingastað á Hálsi í Öxnadal.  Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu liggja fyrir öll viðkomandi leyfi.  Umsækjandi er Guðveig Anna Eyglóardóttir.  Fyrir liggur beiðni um vínveitingaleyfi frá sama aðila.  Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri gefi út vínveitingaleyfi að fengnum viðkomandi gögnum.

 

5.  Fundir.  Greið leið, fulltrúi á aðalfund, ársfundur FSA 24. júní, sveitarstjórn boðið.

Ákveðið var að Oddviti fari sem aðalfulltrúi og sveitarstjóri til vara á aðalfund. Greiðrar leiðar ehf.  28. júní n.k.  Oddviti hvatti sveitarstjórnarmenn til að mæta á aðalfund FSA.

 

6. Samningur um stofnanaþjónustu fyrir aldraða lagður fram. 

Lagður fram samningur sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu um stofnanaþjónustu aldraða, sem hefur verið samþykktur af hlutaðeigandi sveitarfélögum.

 

7. Kjörskrá vegna forsetakosninganna.

Lögð var fram kjörskrá vegna forsetakosninganna 26. júní n.k.  Sveitarstjórn fór yfir kjörskrána og samþykkti hana með fyrirvara um breytingar sem gætu komið í ljós að þurfi að gera í kjölfar auglýsingar á kjörskránni. Ákveðið var að kjörfundur verði haldinn í Hlíðarbæ og hefst hann kl. 10:00 og stendur til kl. 20:00,  158 karlar eru á kjörskrá og 127 konur, alls 285 manns.

 

8. Trúnaðarmál.

 

9. a)  Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 10. júní 2003,  þar sem boðað er til

fundar um sameiningu sveitarfélaga á Hótel KEA þriðjudaginn 22. júní 2004 kl. 16:00. Sveitarstjórnarmenn eindregið hvattir til að mæta .

b) Staðfesting á vilja sveitarstjórnar á lántöku í Lánasjóði sveitarfélaga.  Lagt fram svarbréf Lánasjóðs sveitarfélaga undirritað af Birgi Blöndal , dagsett 12. maí s.l.Þar kemur fram að Lánasjóðurinn hafur samþykkt 8 milljón kr.  lánsumsókn Hörgár­byggðar Sveitarstjórn sammála um að staðfesta  samþykki sitt fyrir lántökunni eins og bréfið segir til um.

c)  Riðunefnd.  Skarphéðinn Pétursson á Dalvík biður leyfis að koma með  þurrkaðan hálm í refaskálann í Auðbrekku, sem hann keypti fram í Eyjafirði en hefur geymt í rúllum á Hrísum í Dalvíkurbyggð. Erindinu var hafnað.

d) Sorpeyðingargjald hefur hækkað frá og með 1. janúar 2004 hjá Sorpeyðingu Eyjafjarðar vegna eyðingu sorps úr kr. 2.05 í  kr. 2,62. Samþykkt að gjaldið verði kr. 2.05 fyrstu þrjá mánuði ársins 2004 en hækki eftir það í kr. 2,62. Sveitarstjóra falið að tilkynna þeim fyrirtækjum sem málið varðar um hækkunina.

 

Önnur mál:

Ákveðið var að sveitarstjóri boði, sem fyrst,  Ævar Ármannson frá VST og Jón Inga Sveinsson hjá Byggingafélaginu Kötlu á fund til að skoða  ýmislegt varðandi byggingareitinn í Birkihlíð.

 

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 25. júní 2004 kl. 20:00 í Þelamerkurskóla.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:36.