Fundargerð - 15. janúar 2009

Fyrsti fundur ársins 2009

 

Staður:          Kennarastofa Þelamerkurskóla

Stund:           Fimmtudaginn 15. janúar 2009, kl. 14:30-16.00

 

Formaður skólanefndar Jóhanna Oddsdóttir setti fundinn og kynnti fyrirliggjandi dagskrá.

 

1. Skólaárið 2008-2009

a) Mannahald

Sl. haust þrufti aðeins að bæta við einum kennara vegna afleysinga. Logi Ásbjarnarson var ráðinn í það starf. Hann hefur lokið BA-gráðu í félagsfræði og er í kennsluréttindanámi meðfram vinnu sinni.

Í haust var Kristjana Erlingsdóttir ráðin til að leysa matráð af í veikindaleyfi. Alda Traustadóttir og Rachel Wilkinson voru ráðnar til að skipta með sér 85% starfi aðstoðar í mötuneyti.

 

b) Nýjungar

Á morgnana eru stofur opnar og kennarar taka á móti nemendum 10 mínútum fyrir kennslu. Markmið þessa er að skapa rólega byrjun á deginum.

Einnig voru smiðjur settar inn á stundatöflu nemenda. Markmið þeirra er að auka vægi list og verkgreina í starfi skólans.

 

2. Olweus gegn einelti

a) Kynning

Áætlunin miðar meðal annars að því að efla þekkingu þeirra sem koma að skólastarfi á einelti, afleiðingum þess, hvernig á að grípa á inn í og koma í veg fyrir einelti. Áætlunin er byggð á rannsóknum sænska sálfræðingsins Dan Olweus. Verkefnið hefur farið víða og þykir skila góðum árangri.

Nú þegar er búið er að halda þrjá fræðslufundi með starfsfólki, leggja könnun fyrir nemendu, að halda kynningarfund fyrir foreldra og að dreifa upplýsingabæklingum á hvert heimili nemenda.


b) Niðurstöður könnunar og fyrirkomulag kynninga á niðurstöðum:

Stýrihópur Olweusarverkefnis skólans sem er skólaráð hans hefur hist tvisvar. Á fyrri fundinum var farið yfir verkefni ráðsins og þeim seinni niðurstöður Olweuskönnunarinnar. Þá var ákveðið að halda kynningarfund fyrir foreldra að morgni laugardags í janúar og síðan að kynna þær fyrir kennurum og starfsfólki á fræðslufundi þeirra 2. febrúar.

 

3. Önnin framundan

Smiðjur, spuni og dans með Öllu. Kubbasmiðjan (lego), Skólablaðið textílsmiðja, og hollustusmiðja.

Þrjár kennara umsóknir liggja fyrir nú þegar fyrir vegna næsta skólaárs. Búið er að ganga frá einni ráðningu fyrir næsta vetur en það er Hrafn Kristjánsson íþróttakennari sem kemur til með að leysa Elvu af í fæðingarorlofi hennar. Verður núna í afleysingakennslu (forfallakenslu) og með tvær smiðjur.

Árshátíðin verður með sama sniði og áður, farið verður á skíði og beðið er eftir að sól hækki á lofti.

 

4. Önnur mál

Tvö innbrot/skemmdaverk hafa verið framin nú á stuttum tíma í og við skólann og  er verið að skoða hvað vöktun (eftirlitskerfi) kostar ásamt því að skoða hugmyndir um breytingu á lýsingu í kringum skólann t.d. með uppsetningu hreyfiskynjara. Skólanefnd álítur svo að hraða þurfi þessari vinnu.

 

Með nýjum grunnskólalögunum voru foreldraráð og kennararáð lögð niður en skólaráð sett í staðinn  með 11 aðilum.  Búið að funda tvisvar og hefur það gengið vel. Innan þess er að fara t.d. yfir niðurstöður úr Olveus verkefninu.  Þarf tíma til að stilla strengina í hópnum saman.

 

Undirgöngin eru enn á bið og ekki vitað hver staðan er á þeim vegna efnahagsástandsins. Skólanefnd beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að kanna stöðu mála og fylgja eftir að undirgöngin verði gerð fyrr en síðar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið klukkan 16:00

 

Mætt voru: Jóhanna María Oddsdóttir, Garðar Lárusson, Elisabeth Jóhanna Zitterbart, Gunnlaugur Ólafsson, Unnar Eiríksson og Ingileif Ástvaldsdóttir.