Fundargerð - 15. janúar 2003

Fundur framkvæmdarnefndar Þelamerkurskóla haldinn í skólanum miðvikudaginn 15. janúar 2003.

 

Mættir voru: Karl Erlendsson skólastjóri, Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri, Helga Erlingsdóttir sveitarstjóri Hörgárbyggðar, Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar, Ármann Búason varaoddviti í Hörgárbyggð, Hjördís Sigursteinsdóttir oddviti Arnarneshrepps og Hannes Gunnlaugsson varaoddviti Arnarneshrepps.

 

Karl Erlendsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

 

1. mál. Framkvæmdarnefnd Þelamerkurskóla.

Nokkur umræða var um hlutverk þessarar nefndar og hverjir ættu að starfa í henni.

Framkvæmdarnefnd starfar í umboði sveitarstjórnanna og tekur ekki peningalegar ákvarðanir nema innan ramma fjárhagsáætlunar skólans.  Ákveðið var að leggja það fyrir sveitarstjórnirnar að í þessari nefnd verði oddviti Arnarneshrepps, oddviti Hörgárbyggðar, sveitarstjóri Hörgárbyggðar, skólastjóri Þelamerkurskóla og aðstoðarskólastjóri.

Einnig var ákveðið að leggjar fyrir sveitarstjórnirnar fyrirkomulag á hússtjórn íþróttahúss.

Ákveðið var að festa ekki fundi í framkvæmdarnefnd skólans heldur halda fundi þegar þess er óskað af skólastjóra eða nefndarmönnum.

 

2. mál. Ráðning fjármálastjóra skólans.

Sigfúsi Karlssyni var sagt upp stöðu fjármálastjóra skólans og íþróttahúss frá og með síðustu áramótum. Ef um semst með kostnað milli Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar mun Helga Erlingsdóttir taka við starfi Sigfúsar fyrir hönd beggja hreppa.

Ákveðið var að reyna að fá hugmyndir um eðlilegan kostnað við reikningshaldið frá KPMG og leggja þær fyrir um næstu mánaðarmót.

 

3. mál. Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2003

Fjárhagsáætlun skólans fyrir 2003 var kynnt fyrir fundarmönnum. Fjárhagsáætlunin var unnin af Karli skólastjóra og Guðjóni Ármannsyni. Fjárhagsáætlunin var sett þannig upp að hægt væri að átta sig á mánaðarlegum útgjöldum skólans.

Einnig var kostnaðarskipting Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps rædd og var ákveðið að ganga út frá henni eins og hún er núna. Kom það fram hvort ekki væri hægt að einfalda útreikningana á kostnaðarskiptingunni.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fyrirvara sveitastjórna með smávægilegum breytingum þ.e. gera við eldhús á efstu kennaraíbúð og viðgerð á svölum auk 500 þúsund króna framlags vegna viðgerða á pípulögnum.

 

4. mál. Skrifstofur Hörgárbyggðar, leikskóli , valgreinastofur.

Umfjöllun um þetta mál frestað.

 

Fundi slitið kl. 19:00

 

Unnar Eiríksson

fundarritari