Fundargerð - 15. ágúst 2001

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar kom saman til fundar í Hlíðarbæ miðvikudagskvöldið 15.08 2001. Mættir voru Oddur Gunnarsson, Helgi Steinsson, Ármann Búason, Aðalheiður Eiríksdóttir, Jóna Antonsdóttir, Klængur Stefánsson og Haukur Steindórsson sem varamaður fyrir Sturlu Eiðsson. Einn áheyrnarfulltrúi var mættir.

 

 

1. Fundargerð sveitarstjórnar Hörgárbyggðar frá 20.06 2001. Var samþykkt. Fundargerð fjallskilanefndar frá 20.06 2001 og 03.07 2001 voru ræddar og samþykktar. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits kynnt. Fundargerðin samþykkt.

 

2. Lesið bréf frá Eyþing. Þar sem óskað er eftir að Hörgárbyggð tilnefni tvo menn sem fulltrúa á aðalfund Eyþings og tvo til vara. Aðalmenn Oddur Gunnarsson og Jóna Antonsdóttir varamenn Sturla Eiðsson og Guðmundur Skúlason.

 

3. Oddviti gerði grein fyrir að girðing í Staðartungu meðfram vegi nr. 814 er ekki fjárheld. Nýverið var keyrt á kindur. Oddvita falið að sjá til þess að gert verði við þessa girðingu sem fyrst.

 

4. Umsókn um viðbótarlán (skv. lögum nr. 44/1998) frá Ólöfu Maríu Jóhannesdóttur og Helga Jakob Helgasyni heimilisfang Dagverðareyri. En þau ætla að kaupa íbúð í Skógarhlíð 10. Sveitarfélagið þarf að greiða í varasjóð viðbótarlána 5% af viðbótarláninu. Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

5.  Bréf barst frá fasteignum Akureyrarbæjar. Sækja um breytta nýtingu á Varpholti í skólahúsnæði fyrir 12 til 16 nemendur sem eiga við aðlögunarvanda að stríða. Sveitarstjórn samþykkti þetta erindi.

 

6.  Lagt fram bréf frá Sólveigu Gunnarsdóttir f.h. Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri. Sækja um leyfi til að fjarlægja Sesseljubúð af Öxnadalsheiði. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að húsið sé fjarlægt. Sveitarstjórn telur þó æskilegt að hafa skýli á Öxnadalsheiði.

 

7.  Oddviti kynnti bréf frá Ingimar Friðfinnssyni um að girða tæpan hektara að stærð í landi Féeggsstaða fyrir skógrækt. Aðrir eigendur jarðarinnar hafa gefið viðyrði sitt fyrir þessa tilraun. Sveitarstjórn samþykkir þessa beiðni.

 

8.  Lagt fram bréf frá skipulagsstofnun, Geirharður Þorsteinsson Efni: íbúðarhús að Hlöðum. Sighvatur Stefánsson Hlöðum hefur leitað staðfestingar á lóð í landi Hlaða. Afstöðu uppdráttur fylgir. Oddvita falið að ganga frá því.

 

9.  Bréf barst frá iðnaðar og viðskiptaráðuneyti um umsögn um fyrirhugaða efnistöku við Nunnuhólma sem er ssa. af Skjaldarvík á ca. 10 til 15 metra dýpi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við þessa efnistöku.

 

10. Um sókn um félagslega aðstoð upphæð kr. 43.952.- Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

11. Oddviti kynnti stöðu bókhaldsmála sveitarfélags og skóla. Kom fram hjá oddvita að Sigfús Karlsson ráðinn bókhaldari sveitarfélagsins hafi ekki skráð eina einustu færslu fyrir sveitarfélagið og Þelamerkurskóla nema launagreiðslur fyrir árið 2001. Sveitarstjórn setti honum skilyrði þann 06.02 2001 að skila ársreikningum sveitarfélaganna og Þelamerkurskóla fyrir apríllok 2001. En það hefur ekki verið gert. Sveitarstjórn samþykkir að vísa til framkvæmdanefndar að ræða við Sigfús Karlsson fyrir næsta fund sveitarstjórnar og koma með tillögur til úrbóta.

 

12. Sveitarstjórn samþykkti að greitt verði kr. 7.500 fyrir aðkeypt gangnadagsverk í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 00.40.

 

Fundarritarar Helgi B. Steinsson og Ármann Búason