Fundargerð - 14. nóvember 2016

Fræðslunefnd Hörgársveitar

 

25. fundur

 

Fundargerð

 

Mánudaginn 14. nóvember 2016 kl. 16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri, Hulda Arnsteindóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteins og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Málefni Álfasteins:

1.        Fjöldi barna og starfsmannamál

Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi breytingar á væntanlegum barnafjölda og urðu umræður í framhaldi af því varðandi starfsmannaþörf, en útlit er fyrir að börnum á leikskólanum muni fjölga í upphafi nýs árs.

2.        Skóladagatal – tilfærsla á skipulagsdögum

Leikskólastjóri lagði fram breytingu á skóladagatali leikskólans 2016-2017 er varðar tilfærslu á námskeiðs- og skipulagsdögum frá maí til 18.- 21. apríl 2017 en við samþykkt skóladagatals fyrr á árinu hafði komið fram að ef til vill þyrfti að koma til þessara breytinga.

Til samræmis færist starfsdagur í Þelamerkurskóla sem vera átti 26. maí til 21. apríl.

Fræðslunefnd samþykkti breytinguna.

 

Sameiginleg málefni:

3.        Gjaldskrár

Lögð fram tillaga að gjaldskrám er varða leik- og grunnskóla 2017.

Fræðslunefnd samþykkti gjaldskrárnar fyrir sitt leyti.

4.        Fjárhagsáætlun 2017

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2017 fyrir fræðslumál og þær stofnanir sem heyra undir þann málaflokk.

Fræðslunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.

 

Málefni Þelamerkurskóla:

5.        Skólastarfið – nemendafjöldi og fleira

Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:20