Fundargerð - 14. nóvember 2012

Miðvikudaginn 14. nóvember 2012 kl. 20:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Guðmundur Sturluson, Helgi Þór Helgason, Jón Þór Brynjarsson og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn, svo og Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Styrkveitingar

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu, sbr. samþykkt atvinnumálanefndar 13. janúar 2012, í fréttabréfi sveitarfélagsins 11. október 2012 og á heimasíðu þess frá sama tíma. Umsóknarfrestur var til og með 10. nóvember 2012. Engar umsóknir bárust.

Atvinnumálanefnd samþykkti að auglýst verði að nýju um mánaðamótin febrúar/mars nk. eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu með umsóknarfresti til 4. apríl 2013.

 

2. Fjárhagsrammi 2013

Gerð grein fyrir þeim fjárhagsramma sem nefndinni ber að vinna með vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013, sbr. 9. gr. erindisbréfs nefndarinnar. Fjárhagsramminn er 2,5 millj. kr. Farið var yfir þau viðfangsefni sem heyra undir nefndina og lögð drög að áætlun um heildarfjárhæð fyrir hvert þeirra.

 

3. Endurnýjun á samstarfssamningi við Markaðsstofu Norðurlands

Lagt fram bréf, dags. 30. október 2012, frá Markaðstofuna Norðurlands þar sem óskað er eftir að samsstarfsamningur sveitarfélagsins við stofuna verði endurnýjaður til ársloka 2015. Með bréfinu fylgdu upplýsingar um stofuna, s.s. um tekjur hennar og margþætta starfsemi, t.d. kynningarferðir, blaðamannaferðir, nýja markaði, ferðasýningar, kynningarmyndbönd fyrir Norðurland o.fl.

Atvinnumálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gildandi samstarfssamningur sveitarfélagsins við Markaðsstofu Norðurlands verði endurnýjaður til ársloka 2015.

 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:15.