Fundargerð - 14. nóvember 2005

Mánudaginn 14. nóvember 2005, kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar. Mættir voru Hjördís Sigursteinsdóttir, Helgi Steinsson, Unnar Eiríksson og Anna Lilja Sigurðardóttir.  Ekki náðist í Ármann Búason til þess að boða hann á fundinn. 

Auk þess mætti bókhaldari skólans Helga Erlingsdóttir á fundinn.  Hjördís Sigursteins­dóttir ritaði fundargerð. 
Fundurinn hófst kl. 14:50.

 

Fyrir var tekið:


 

1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun

Anna Lilja gerði grein fyrir þeim framkvæmdum sem staðið hafa yfir í skólanum á þessu ári.  Ljós er að skólaeldhúsið hefur farið verulega fram úr áætlun.  Þó er heildarkostnaður vegna skólaeldhússins ekki endanlega ljós á þessari stundu.

 

Eins og staðan er í dag er búið að bóka 3,9 milljónir á viðhald, þar af er um 900 þúsund sem hefur farið í ófyrirséð viðhald.  Óbókaðir reikningar eru um 3,6 milljónir, þar af rúm 300 þús. frá Birni en sá reikningur er vegna ársins 2004.  Aflýst var endurnýjun á baðherbergi í mið íbúð, múrverki og málningu.

 

Áætlað er að það vanti um 4 milljónir í aukafjárveitingu vegna viðhaldsliða.

 

Einnig hafa laun starfsfólks farið framúr áætlun og má skýra stóran hluta þess með vegna ráðningu stuðningsfulltrúa og veikinda húsvarðar.  Talið er að aðrir liðir standist þokkalega.   Óskað er eftir einni milljón í aukafjárveitingu vegna rekstrar skólans.

 

2. Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla 2006.

Lögð voru fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir Þelamerkurskóla 2006.  Enn eru margir óvissuþættir í henni og því erfitt að álykta eitthvað út frá henni.

 

Skólastjóri las upp lista af verkefnum sem óskað er eftir að framkvæmda.  Það helsta sem kom fram er:

 

a)      Tölvuver.  12-15 tölvur á rekstrarleigu.  Miðað við 13 tölvur er kostnaður um kr. 540.000 á ári eða kr. 45.000 á mánuði.

b)      Leikvöllur.  Hafa þarf jarðvegsskipti á leikvelli.  Hægt er að útfæra á tvennan hátt, annars vegar með því að skipta um sand eða að leggja gúmmímottur í kringum leiktæki.  Áætlaður kostnaður við sandskipti er ekki undir 1,2 milljónum króna en slíkur sandur endist í um 2-3 ár.  Áætlaður kostnaður við að leggja gúmmímottur kringum leiktæki er um 1,5 milljón króna.   

Auk þess er óskað eftir að kaupa 2-3 leiktæki. 

c)      Klára kennaraaðstöðu.  Kostnaður óljós. 

d)      Símakerfi.  Miðað við tilboð í dag er áætlaður kostnaður um kr. 258.000. 

e)      Baðherbergi í íbúð á miðhæð.  Lagnir leka og skemmdir hafa orðið á neðstu íbúð vegna þessa.  Kostnaður óljós.

f)        Múrverk og málning.  Þetta verð eftir á árinu 2005.

g)      Laga skógeymslu.  Taka inngang í gegn, brjóta niður vegg, flísaleggja og setja ný hengi.  Kostnaður óljós.

h)      Ný gólfefni á stigagang í kennaraálmu og í vinnuaðstöðu kennara.  Kostnaður óljós.

i)        Verkfæri í smíðastofu.  Áætlað um kr. 120.000

 

Anna Lilja ætlar að vinna þennan lista betur og leggja fyrir sveitarstjórnir.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30