Fundargerð - 14. maí 2009

Fundur haldinn 14. maí 2009 kl. 16:00 á kennarastofu skólans

Jóhanna María Oddsdóttir, formaður boðaði forföll. Í hennar stað stýrði Elísabet J. Zitterbart fundinum.

 

Mættir: Garðar Lárusson, Elísabet J. Zitterbart, Ingibjörg Smáradóttir, Jónína Sverrisdóttir.

Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri og Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri sátu einnig fundinn.

 

1. Skóladagatal 2009-2010

Skólastjórnendur kynntu tillögu að skóladagatali. Það hefur þegar verið til umræðu í skólaráði Þelamerkurskóla. Dagatalið gerir ráð fyrir skólasetningu þann 21. ágúst 2009 og skólaslitum þann 31. maí 2010.

Skólanefnd samþykkti dagatalið eins og það var lagt fram á fundinum.

 

2. Mannahald skólans 2009-2010

Skólastjórnendur kynntu stöðu mála í mannahaldi fyrir komandi skólaár. Hrafn Kristjánsson, annar íþróttakennara skólans hefur sagt stöðu sinni lausri og hið sama hefur Sigríður Þ. Mahon skólaliði gert.

Lausar stöður verða auglýstar innan tíðar.

 

3. Fjárhagsáætlun 2009

Hvar stöndum við? Hvar getum við verið á verði?

Skólastjóri fór lauslega yfir stöðu bókhalds miðað við fjárhagsáætlun skólans. Rekstur virðist að mestu í samræmi við áætlun. Innkaup matvæla í mötuneyti eru þó hærri en áætlun gerir ráð fyrir. Skýringuna má finna í hækkandi verði matvæla.

 

Skólanefnd leggur til að við endurskoðun fjárhagsáætlunar verið allra annarra leiða leitað en að hækka mötuneytisgjald.

 

4. Önnur mál

a. Mentor:Umræður um hvort nú sé tímabært að opna nemendaskráningarkerfið Mentor fyrir foreldrum. Skólastjórnendur upplýstu að það stæði til með haustinu.

 

b. Göng undir þjóðveginn frá skóla að skógarsvæði:Umræður um hvort náðst hafi að koma hugmyndinni á framkvæmdastig.

 

Skólanefnd Þelamerkurskóla hvetur sveitarstjórnir Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar til að halda áfram vinnslu hugmyndarinnar í samvinnu við Vegagerðina og Skógræktarfélag Eyjafjarðar.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 17:05.