Fundargerð - 14. desember 2005

Miðvikudaginn  14. desember 2005 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 76. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.  Fjárhagsáætlanir, skóla, íþróttahúss og sveitarfélags, og efni þeim tengt.

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar 2005 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 voru ræddar og síðan samþykktar.

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir 2005 og fjárhags­áætlun fyrir árið 2006 voru ræddar og síðan samþykktar.   Samþykkt var að setja kr. 1.300.000 í nýframkvæmdir í ÞMS [2006].  

 

Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar eru  Tekjur eru áætlaðar kr. 138.500.000 og gjöldin kr. 136.635.000 og er því fjárhagsáætlun með kr. 1.865.000 afgangi. Með eignasjóði og fráveitu er áætlaður hagnaður ársins áætlaður 8.878.000.  Áætlunin var samþykkt samhljóða.

 

Fjárhagsáætlun 2006:

Ákveðið var að laun nefndar- og sveitarstjórnarmanna árið 2006 taki mið af þingfarakaupi.

Fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar fyrir árið 2006,  skatttekjur eru áætlaðar kr. 147.520.000, tekjur alls 161.910.000 og  gjöldin eru áætluð kr. 166..452.000.  Þegar fjármagnsliðir, eignasjóoður og fráveita eru tekin með er áætlaðar eftirstöðvar upp á kr.8.872.000.

Ákveðið var að setja kr. 2.500.000 í frágang við gangstéttir og lýsingu í Birkihlíð. Búið var að áætla kr. 1.500.000 í hönnun og teikningu á viðbyggingu við leikskólann á Álfasteini á árinu 2005. Reiknað er með að einhver afgangur verði eftir af fjárveitingunni og var ákveðið að sá afgangur yrði fluttur yfir á næsta ár til viðbyggingar á leikskólanum á Álfasteini.  Samþykkt að áætla kr. 18.000.000 í viðbyggingu við leikskólann á Álfasteini. Fjárhagsáætlanirnar voru síðan samþykktar í heild sinni.

 

2.  Leikskólamál.

Tekið var fyrir erindi oddvita Arnarneshrepps, sem barst í tölvupósti 14. desember 2005, um að fimm ára börn úr Arnarneshreppi verði heimilað að fara inn í ÞMS á vorönn 2006 og fái að fylgja fyrsta bekk út önnina.  Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tekjur jákvætt í erindið með þeim fyrirvara að Arnarneshreppur beri alfarið ábyrgð og kostnað að því að fimm ára börn úr Arnarneshreppi komi inn í ÞMS.  Sveitarstjórn Hörgárbyggðar vísar að öðru leyti erindinu til skólastjóra, skólanefndar og framkvæmdanefndar hvort og með hvaða hætti umrædd börn gætu hugsanlega rúmast innan skólans.

Samþykkt að hækka fæðisgjald í leikskólanum um 10% frá og með 1. janúar 2006 og hækka gjaldskrá leikskólans um 3% frá sama tíma. Systkina afsláttur verður óbreyttur en aðrir afslættir falli niður frá og með 1. mars 2006.

 

3.  Fráveitumál.

Akureyrarbær hefur svarað fyrirspurn frá Hörgárbyggð um það hvort möguleiki væri á því að tengja Skógarhlíðarsvæðið við fráveitukerfi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær tekur frekar jákvætt í erindið með þeim fyrirvara ef að yrði væri það á kostnað Hörgárbyggðar. Sveitarstjóra falið að skoða hver yrði kostnaður Hörgárbyggðar og ræða við Akureyrarbæ.

 

4.  Erindi vegna Brakanda og Áss.

Erindi frá Viðari Þorsteinssyni þar sem óskað er eftir að lóðin sem eldra íbúðarhúsið á Brakanda stendur á verði leyst úr landbúnaðarnotum. Erindið var samþykkt samhljóða. Erindi frá Sverri Brynjari Sverrissyni um að landspildur norðan Fossár í landi Áss í Hörgárbyggð verði tekið úr landbúnaðarnotum. Erindið var samþykkt samhljóða.

 

5.  Fundargerðir sem borist hafa.

a) Afgreiðslu fundargerða undir þessum lið frestað. b) Fundargerð stjórnar Eyþings frá 25. nóv. 2005.    Lögð fram til kynningar. c) Fundargerð sveitarstjórnar Hörgárbyggðar frá 28. nóv. var afgreidd með þeim fyrirvara á fundargerð Skipulagsnefnd frá 24. nóvember að liður 2 verði skoðaður nánar. Fundargerð aukafundar frá 8. desember var afgreidd með þeim fyrirvara að undir fyrsta lið mun framkvæmdanefnd, varaoddviti og sveitarstjóri vinni áfram að málefnum ÞMS.

 

6.  Styrkbeiðnir og önnur erindi sem borist hafa.  Erindi um fjárstuðning við uppbyggingu fræðaseturs á Möðruvöllum.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

7.  Afskriftir.  Frestað til næsta fundar.

 

8.  Ýmis mál.

Sveitarstjóra falið að gengið verði frá því að völlurinn norðan við leikskólann á Álfasteini verði þinglýst formlega á Hörgárbyggð.

Erindi frá Viðari Þorsteinssyni um að fá á sína heimreið þriðja ljósastaurinn, en sá staur var tekin af heimreið gamla hússins á Brakanda sem fékk einn staur á sína heimreið.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar

Lagðir voru fram puntar frá skólastjóra um að tekið hefur verið jákvætt í að árshátíð ÞMS verði haldin í Íþróttahúsinu á Þelamörk 7. apríl 2006.

 

Í fundarlok óskaði oddviti fundarmönnum gleðilegra jóla og þakkaði samstarfið á árinu, en ekki eru áætlaðir fleiri fundir á þessu ári.

 

Fleira ekki fært bókar.  Fundi slitið kl. 00:25