Fundargerð - 14. desember 2004

Fimmtudaginn 21. október 2004, kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru:  Anna Lilja Sigurðardóttir, Ármann Búason, Helgi Steinsson, Hjördís Sigursteinsdóttir og Unnar Eiríksson.  Auk þess kom bók­haldari skólans Helga Erlingsdóttir á fundinn vegna annars og þriðja dagskrársliðs. 

 

Fundurinn hófst kl. 14:30.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Framkvæmdir við Laugaland

Anna Lilja fór yfir þær framkvæmdir sem standa yfir í Laugalandshúsinu.  Búið er að lakka eldhúsgólf og verið er að setja upp eldhúsinnréttingu.  Fjárhagslega rúmast þessar framkvæmdir innan fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár.  Þessar framkvæmdir duga til þess að húsaleigan hækki þann 1. nóv. n.k  Baldvin og Ásdís hafa ennfremur farið fram á að skipt verði um glugga í húsinu og útihurð. 

Önnu Lilju var falið að semja við þau um að þær framkvæmdir verði eftir áramótin. Helgi fól Helgu að ganga frá nýjum húsaleigusamningi við Baldvin Hallgrímsson.

 

2. Breytt uppsetning liða í fjárhagsáætlun 2004
Helga Erlingsdóttir óskaði eftir því að fá að sameina liði í bókhaldi til einföldunar. 

Þetta var samþykkt.

 

3. Fjárhagsáætlun 2005

Lögð var fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.  Helga fór yfir áætlunina lið fyrir lið.  Anna Lilja lagði fram sérverkefnalista og óskaði eftir því að framkvæmdir vegna nemenda yrðu settar í forgang.

Samþykkt var að áætla 15% hækkun á kennaralaun.  Óskað  var eftir því að sett yrði nákvæm tala á þá bókhaldsliði sem eru fyrirfram þekktir áður en áætlunin verður lögð fyrir skólanefnd og sveitarstjórnir.  Ennfremur var Helga beðin um að skoða betur liðinn „ferðakostnaður“.

 

4. Önnur mál

Anna Lilja óskaði eftir formlegu samþykki fyrir því að mega kaup tvær fartölvur sem kennarar hafa skilað aftur til skólans.

Þetta var samþykkt.

 

Helga spurði fyrir hvaða tímabil ætti að innheimta mötuneytisgjöld en fyrsti gjalddagi mötuneytisgjalda er í nóvember.

Samþykkt var að innheimta mötuneytisgjöld frá upphafi skólaárs og fram að verkfalli.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  17:30