Fundargerð - 13. febrúar 2014

Fimmtudaginn 13. febrúar 2014 kl. 13:30 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í fundarherbergi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) að Skipagötu 9, Akureyri.

 

Fundarmenn voru: Guðmundur Sturluson, Inga Björk Svarvarsdóttir, Helgi Þór Helgason, Jón Þór Brynjarsson og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Hjalteyri, framleiðsla lýsis til manneldis

Á fundinn komu Rúnar Friðriksson, Steingrímur Magnússon og Sveinn Rafnsson frá Kraftlýsi ehf. og kynntu áform um vinnslu lýsis til manneldis, sem staðsett yrði í verksmiðjubyggingunum á Hjalteyri. Gert er ráð fyrir 8-10 starfsmönnum í upphafi starfseminnar.

Atvinnumálanefnd telur að hugmyndir Kraftlýsis ehf. um vinnslu sjávarafurða í verðsmiðjubyggingunum á Hjalteyri séu áhugaverðar og væntir þess að þær verði að veruleika.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 14:50.