Fundargerð - 13. febrúar 2012

Mánudaginn 13. febrúar 2012 kl. 13:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Guðmundur Sturluson, Aðalheiður Eysteinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Inga Björk Svavarsdóttir og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn, svo og Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Athafnasvæðið við Dysnes, atvinnuuppbygging

Lagt fram bréf, dags. 6. febrúar 2012, frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. (AFE) þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til tiltekinnar uppbyggingar á Dysnessvæðinu.

Atvinnumálanefnd telur rétt að fresta afgreiðsla málsins og að óska eftir nánari upplýsingum um það.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 14:50.