Fundargerð - 13. desember 2006

Miðvikudaginn 13. desember 2006 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Mættir voru: Axel Grettisson, Árni Arnsteinsson, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Brynjarsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 20:00.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Umsóknir um starf forstöðumanns

Lagðar fram umsóknir 12 manna um starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar, sbr. fundargerð stjórnarinnar 23. nóv. 2006.

Farið yfir umsóknirnar og að því loknu ákveðið að boða þrjá af umsækjendunum í viðtal. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:40.