Fundargerð - 13. ágúst 2003

Miðvikudagskvöldið 13. ágúst 2003 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka, mættir Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.

 

Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1.       Fundargerðir síðustu funda undirritaðar.

 

2.       Guðmundur greindi frá viðtali sem hann átti við Þórarin Magnússon fjallskilastjóra Akrahrepps um göngur í Öxnadal í haust. Hann sagði Þórarin hafa tekið vel í að leggja til menn í göngur á föstudegi, hvort sem væri á Seldal eða Almenning, og þá bæði í fyrstu og aðrar göngur. Rætt var um að kæmu 4 menn í 1. göngur og 2 í aðrar, auk þess kæmu 2 til 3 í fyrirstöðu á Öxnadalsheiði eins og verið hefur.

 

3.       Ákveðið að fjölga um einn mann í fyrstu göngum á Almenningi. Og vegna breytinga á mörkum Seldals- og Vatnsdalsgangnasvæðis var ákveðið að fækka um tvo menn á Seldalssvæði, þar sem Gilshjalli verður ekki sér mannaður eins og verið hefur, heldur genginn af efstu mönnum sem ganga norðan fjallið. Bætt verður einum manni við á Vatnsdalssvæði. Hvoru tveggja á þetta við fyrstu göngur.

 

4.       Ákveðið að leggja sameiginlega á gangnasvæðin þrjú vestan Öxnadalsár. Hörgárbyggð leggur til sjö dagsverk á Seldal og koma þau til frádráttar á heildar dagsverkatölu svæðanna áður en dagsverkum er jafnað niður á landverð og fjártölu.

 

5.       Stefáni falið að kanna með fulltrúa frá Akureyri, um skiptingu gangnasvæða Glerárdals og Hlíðarfjalls

 

6.       Farið var yfir frumdrög að álagningu gangnadagsverka haustsins, en endanleg niðurröðun bíður næsta fundar.

 

7.       Tímasetning gangna stendur óbreytt frá því sem bókað er í fundargerð 3. fundar, 6. lið, nema Seldalssvæði verður gengið laugardaginn 20. september.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 00:15.