Fundargerð - 12. maí 2015

Fræðslunefnd Hörgársveitar

20. fundur

Fundargerð

 

Þriðjudaginn 12. maí  2015 kl. 16:15 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla, matsal.

 

Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Eva María Ólafsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla,  Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Jónína Sverrisdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Málefni Þelamerkurskóla:

1.        Tillaga að breytingu á skóladagatali 2014-2015 - skólaslit

Skólastjóri lagði fram tillögu að eftirfarandi breytingum á skóladagatali yfirstandandi skólaárs:

a)    að starfsdagur sem skráður er á laugardaginn 6. júní verði færður á fimmtudaginn 4. júní

b)    að skólaslit sem skráð eru á laugardaginn 6. júní verði færð á fimmtudaginn  4. júní kl. 16:00

c)    að síðasti skóladagur og vorhátíð skólans sem eru skráð á

fimmtudaginn 4. júní verði færð á miðvikudaginn 3. júní

 

Fræðslunefnd samþykkti tillöguna.

  

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16.30.