Fundargerð - 12. júní 2006

Mánudaginn 12. júní 2006 kl. 20:00 kom nýkjörin sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 1. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Elvari Árna Lund sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð nýkjörna sveitarstjórn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir

 

Þetta gerðist:

 

1. Kjör oddvita, varaoddvita og ritara

Helgi Steinsson var kjörinn oddviti með 4 atkvæðum. Varaoddviti var kjörinn Árni Arnsteinsson með fjórum atkvæðum og ritari Birna Jóhannesdóttir.

 

2. Leikskólamál

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er tilbúin að greiða u.þ.b. 50% af byggingakostnaði við Leikskólann á Álfasteini eða allt að kr. 12.120.361, að því gefnu að byggt verði við leikskólann á þessu ári. Lögð var fram kostnaðaráætlun frá Opus fyrir leikskólann. Um er að ræða 160 fm nýbyggingu og breytingar á eldra húsi til að samræma innri rými leikskólans. Tvö tilboð hafa borist í byggingaframkvæmdirnar. Tilboðin voru rædd og var ákveðið að fela Elvari Árna að ganga til samninga við Kötlu ehf. á grundvelli tilboðs þeirra.

 

3. Sveitarstjóramál

Samþykkt var að framlengja starf Elvar Árni til 10. júlí 2006 í u.þ.b. 25% starfi til að leysa sveitarstjóramálin, þar til búið er að ráða nýjan sveitarstjóra. Oddvita falið að tala við tvo tilgreinda aðila um starf sveitarstjóra, ásamt því að kanna bakgrunn beggja.

 

4. Njólaeyðing

Bréf frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, undirritað af Ólafi Vagnssyni, um að gert verði átak í njólaeyðingu. Það eitur sem notað hefur verið er Herbamix en á síðasta ári var nýtt efni notað þ.e. Harmony sem virðist vera áhrifameira. Ákveðið var að Hörgárbyggð kaupa efnið á móti Vegagerðinni en þeir aðila sem hafi áhuga á að taka þátt í verkefninu annist sjálfi framkvæmd verksins.

 

5. Lyktarmengun

Til sveitarstjórnar Hörgárbyggðar hefur borist undirskriftarlisti frá íbúum við Skógarhlíð og Birkihlíð vegna mikillar lyktarmengunar frá svínabúinu í Hlíð, sem hefur verið einstaklega mikil undanfarna daga. Skorað er á sveitarstjórn að hún beiti sér í málinu. Tvær sveitarstjórnarkonur sem búa í Skógarhlíð taka undir kvartanir íbúanna. Heilbrigðiseftirliti Norðlands eystra verður sent afrit af undirskriftalistanum. Ákveðið að fá Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúa síðar á fund.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:45