Fundargerð - 12. apríl 2005

Fundur í skipulagsnefnd haldin þriðjudaginn 12. apríl 2005 kl. 16:30 í Þelamerkurskóla.

Mættir voru Hermann Harðarson, Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, ásamt sveitarstjóra Helgu Erlingsdóttur.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir

                                                                                                                             

1. Aðalskipulag

Undirbúningur að fundum vegna skipulagsaðila. Ákveðið að senda þeim þrem aðilum sem sýnt hafa áhuga á að vinna að aðalskipulagi fyrir Hörgárbyggð bréf, þar sem óskað er eftir að þeir komi fram með hugmyndir um vinnuferli og kostnað. Í framhaldi af því að fá þá til viðtals við skipulagsnefnd.

 2. Umsóknir, leyfi.

a)  Erindi frá Norðurorku þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til lagningar á hitaveitu frá  aðveituæð Mið-Samtúni til Ásláksstaða. Meðfylgjandi er teikning á legu lagnarinnar og er gert ráð fyrir dælu á henni við afleggjarann að Syðsta-Samtúni.  Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar Hörgárbyggðar.

b)  Umsókn um lóð 14 við Skógarhlíð frá Árna Sveinbjörnssyni og Elínu Björnsdóttir. Skipulagsnefnd leggur til að umsækjendur fái lóðina en sveitarfélagið vill kanna  jarðvegsdýpt áður en endanleg úthlutun fer fram.

3. Gatnagerðargjöld - reglugerð um gatnagerðargjöld, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4. Önnur mál.

Þó nokkrar umræður urðu um sorpmál

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:18