Fundargerð - 12. ágúst 2014

Þriðjudaginn 12. ágúst 2014 kl. 20:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni, og auk þeirra Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi starfsfólks Þelamerkurskóla, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Breyting á starfsáætlun Þelamerkurskóla skólaárið 2014-2015

Lögð fram tillaga frá skólastjóra um að skólastarf Þelamerkurskóla á skólaárinu 2014-2015 hefjist með skólasetningu 28. ágúst, í stað 21. ágúst, að skólaslit verði 6. júní, í stað 4. júní, svo og að skipulag skólastarfs á skólaárinu verði aðlagað að þessum breytingum á upphafi og lokum skólastarfs.

Tillagan er framkomin vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á upphaflegri verkáætlun framkvæmda við skólann sem stafar af umfangsmiklum viðbótarverkum og aukaverkum sem komið hafa til á framkvæmdatímanum.

Fræðslunefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttri starfsáætlun fyrir Þelamerkurskóla á skólaárinu 2014-2015.

 

2. Vistunarúrræði fyrir yngstu nemendur 25.-29. ágúst

Rætt um vistunarúrræði fyrir yngstu nemendur þá daga sem nemur frestun skólabyrjunar.

Fræðslunefnd samþykkti að útveguð verði vistunarúrræði fyrir nemendur 1.-4. bekkja dagana 25.-29. ágúst fyrir þá sem þess þurfa.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 20:50