Fundargerð - 11. september 2014

Fimmtudaginn 11. september 2014 kl. 15:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Bragi Konráðsson, Andrea R. Keel og Ingibjörg Stella Bjarnadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Jafnréttisstofa, um skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum

Lagt fram til kynningar bréf, dags.14. ágúst 2014, frá Jafnréttisstofu þar sem gerð er grein fyrir helstu atriðum í skyldum sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.

 

2. 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Lagt fram tölvubréf, dags. 19. ágúst 2014, frá „100 ára kosningarétti kvenna á Íslandi“ þar sem sveitarfélagið er hvött til að minnast þessara tímamóta.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti að hvetja skóla í sveitarfélginu til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi.

 

3. Landsfundur jafnréttisnefnda 2014

Lögð fram til kynningar drög að dagskrá landsfundar jafnréttisnefnda, sem verður haldinn í Reykjavík 18.-19. september 2014.

 

4. Fjárhagsrammi 2015

Lögð fram tilkynning um fjárhagsramma nefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 21. maí 2014. Einnig voru lögð fram drög að skiptingu fjárhagsrammans milli viðfangsefna.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti framlögð drög að skiptingu á fjárhagsramma nefndarinnar.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:00.