Fundargerð - 11. október 2006

Miðvikudaginn 11. október 2006 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgár-byggð saman til fundar í Hlíðarbæ. Á fundinum voru Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir, auk Sighvats Stefánssonar, húsvarðar, og Guðmundar Sigvaldasonar, sveitarstjóra.

Þetta gerðist:

 

1.         Klæðing í loft aðalsalar

Á fundinn komu Þorsteinn Áskelsson, smiður, og Jóhannes Axelsson, rafmagnshönnuður, til viðræðna um uppsetningu nýrrar klæðningar neðan í loftið i salnum og nýrrar lýsingar í salinn.

Formaður gerði grein fyrir um athugunum sínum, sbr. umræður á síðasta fundi. Jósavin Gunnarsson, byggingarfulltrúi, telur að skilgreina megi verkið sem viðhald og því er ekki formlega þörf á teikningum. Eldvarnareftirlitsmaður óskar eftir að skoða húsið áður en hann gefur umsögn um frágang með tilliti til brunavarna. Ragnheiður Sverrisdóttir, arkitekt, er tilbúin til að vera til ráðgjafar um fyrirkomulag í húsinu, fyrst og fremst í anddyrinu.

Að loknum ítarlegum umræðum var ákveðið að fá Ragnheiði Sverrisdóttur til að gera tillögu um loft í húsið og annast ráðgjöf vegna uppsetningar á því.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 21:30