Fundargerð - 11. maí 2004

Mættir eru Logi Geir Harðarson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Sigríður Sverrisdóttir, Helgi Helgason og Hugrún Hermannsdóttir.

 

Eldhúsið.  Hugrún hefur skoðað hvað það kostar að kaupa heitan mat í hádeginu. Hún fór á fund í fyrirtækinu Lostæti og fékk upp hvað það kostar. Með því að kaupa heitan mat í hádegi frá Lostæti og Hugrún sjái um að versla fyrir morgunmat og kaffitíma er hægt að spara töluvert. Þá er hægt að sleppa því að hafa manneskju starfandi í eldhúsinu og eftir áætlunum Hugrúnar myndu sparast 480.000 á ári. Einnig nýtast þá umfram stöðugildin í það að ganga frá í eldhúsi og fleira. Hugrún talar um að gott væri að prófa þetta í einhvern ákv. tíma og endurskoða það að þeim tíma liðnum til að sjá hvernig þetta kemur  út. 

Ræddir kostir og gallar. 

Leikskólanefnd leggur til að prófa þetta frá 10.8 2004 í 6 mánuði til reynslu og endurskoða það að þeim tíma liðnum. Vegna þessara breytinga er óhjákvæmanlegt að segja upp matráði leikskólans, Sigurlaugu Rögnvaldsdóttur, en hún hefur undanfarna mánuði verið í leyfi vegna veikinda. 

 

Farið var yfir stöðugildin við leikskólann næsta haust. Með þessum     breytingum ætti að nást betri nýting á starfsfólki.

Hugrún segir frá því að uppþvottavélin sé biluð. Hún talar um að kaupa frekar nýja, þar sem þessi er 9 ára og of lítil og svaraði ekki kostnaði að gera við hana. Nauðsynlegt er að kaupa stærri vél (60 sm, auk þess sem þær vélar eru ódýrari en þær litlu) og gera þær breytingar á innréttingu sem þarf. Leikskólanefnd leggur til að ráðist verði í þessar framkvæmdir og að þeim verði lokið áður en leikskólinn opnar eftir sumarfrí. 

 

Leikskólanefnd leggur til að það sé einhver sveigjanleiki  með leikskólapláss fyrir fólk sem býr lengra frá leikskólanum en að það sé í höndum leikskólastjóra að ákv. og skipuleggja. 

 

Hugrún kom með lista yfir börnin sem verða í haust. Leikskólinn er nánast fullur, vantar aðeins eitt barn. Ákveðið  að bíða með að auglýsa það meðan verið að ráða nýja kennara við skólann. 

 

Skýrsla heilbrigðiseftirlitsins:  Þurfti að setja hlífar á hvassar brúnir á ofnum og gluggasyllum. Það er búið. Það þarf að laga ýmislegt úti á lóð og verður það unnið samkvæmt skýrslu. Vinnuskólinn getur örugglega framkvæmt eitthvað af því. 

 

 

Fundi slitið kl. 22:30