Fundargerð - 11. júní 2008

Fyrsti fundur sameinaðrar leikskólanefndar Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps.

Mættir voru: Bernharð Arnarson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, Jón Þór Brynjarsson, Jónína Garðarsdóttir, Líney Diðriksdóttir og Stella Sverrisdóttir.

1.      Fjöldi barna í haust og aukning á starfsfólki.

2.      Prósentuhlutfall leikskólastjóra

3.      Eldhús: vinnuborð og aukning á ýmsum áhöldum.

4.      Beiðni um opnun 7:30 í vetur.

5.      Gamli hlutinn að utan og meiri skemmdir á nýja hluta að utan.

6.      Sumarfrí starfsfólks, afleysing.

 

1. Farið yfir fjölda barna í haust og aldursdreifingu barna. Talan er að skýrast, verða líklega 29 í haust í 26,86 heilsdagsrýmum og útseldir tímar þá um 214,85. Miðað við þetta vantar tvo starfsmenn í haust í 75% hvorn.

 

2. Prósentuhlutfall leikskólastjóra, Hugrún hefur verið í 75% stöðu en þar af 15-20% sem starfsmaður á deild.  Aukning á prósentuhlutfalli leikskólastjóra er í vinnslu hjá sveitarstjóra Hörgárbyggðar. Leikskólanefnd ályktar að það liggi á að afgreiða þetta mál fyrir sumarfrí leikskólans og ítrekar fyrri fundargerð frá 4. maí.

 

3. Eldhús: vinnuborð og aukning á ýmsum áhöldum.  Matráður kvartar yfir litlu vinnuplássi og langri göngu milli tækja  þar sem mistök urðu í uppsetningu eldhússins. Hún óskar eftir eyju á mitt gólfið. Leikskólastjóri athugar með útfærslu og kostnað. Kaup á smærri eldhústækjum og leirtaui eru komin framúr áætlun, þar sem börnum hefur fjölgað.

 

4. Beiðni um opnun 7:30 í vetur. Skólinn er núna opinn frá 7:45-16:30 en komin er beiðni um opnun frá 7:30 vegna 3 barna. Leikskólastjóri kannar hvort fleiri myndu nýta þennan aukna opnunartíma í haust og ákvörðun tekin í framhaldinu.

 

5. Gamli hlutinn að utan og meiri skemmdir á nýja hlutann að utan. Leikskólanefnd lýsir mikilli óánægju með klæðninguna sem virðist brotna við lítil högg. Þyrfti að athuga hvort einhver gæti verið bótaskyldur og hvort þessi klæðning er enn í sölu og hvernig hún hefur reynst annars staðar. Gamli hlutinn þarf nauðsynlega viðhald að utan fyrir veturinn. Það stóð til að klæða gamla hlutann með sama efni og þann nýja, en því var frestað þar sem sú klæðning brotnaði strax. Leikskólastjóri ætlar að taka myndir af skemmdunum á klæðningunni og senda sveitarstjóra Hörgárbyggðar fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

 

6. Sumarfrí starfsfólks, afleysing. Með stækkandi starfsmannahóp verður erfiðara að koma við sumarfríum utan við sumarlokunartíma leikskólans. Næsta vor væri gott að athuga hvort það myndi borga sig að ráða starfsmann til sumarafleysinga.

 

Önnur mál

Umræða um að athuga stöðu á matarkostnaði leikskólans núna á miðju fjárhagsári, bæði vegna breytinga á fæði þar sem nú er eldaður matur í skólanum,  börnum hefur fjölgað og mikil hækkun hefur orðið á öllum aðföngum.

Samstarf við Þelamerkurskóla um tónlistarkennslu, Ingileif skólastjóri á Þelamörk hefur ekki haft samband ennþá. Leikskólastjóri hefur samband við hana aftur.

Erindisbréf leikskólanefndar, sveitarstjóri Hörgárbyggðar sendir nýjum nefndarmönnum erindisbréf.

Umræða um heimasíðu leikskólans, hvort hún ætti ekki að vera sjálfstæð vefsíða en ekki undirsíða Hörgárbyggðar.