Fundargerð - 10. október 2011

Mánudaginn 10. október 2011 kl. 20:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Elisabeth J. Zitterbart, Bragi Konráðsson, Jóhanna M. Oddsdóttir, Sunna H. Jóhannesdóttir og Unnar Eiríksson í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Jafnréttisáætlun, framfylgd

Lagðar fram jafnréttisáætlanir fyrir Þelamerkurskóla, Álfastein og Íþróttamiðstöð, sbr. samþykkt félagsmála- og jafnréttisnefndar 3. maí 2011.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti að gerð verði að ári úttekt á því hvernig stofnunum sveitarfélagsins hefur gengið að framfylgja jafnréttisáætlunum sínum.

 

2. Ársskýrsla 2010 um þjónustu við fatlað fólk á Eyjafjarðarsvæðinu

Lögð fram til kynningar skýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 vegna samnings við félagsmálaráðuneytið um þjónustu við fatlað fólk á Eyjafjarðarsvæðinu.

 

3. Fjárhagsrammi félagsmála- og jafnréttisnefndar 2012

Lagt fram bréf, dags. 23. september 2011, frá sveitarstjórn þar sem gerð er grein fyrir því að fjárhagsrammi nefndarinnar, sbr. 9. gr. erindisbréfs hennar, vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012 er 18 millj. kr. Farið var yfir þau viðfangsefni sem heyra undir nefndina og lögð drög að áætlun um heildarfjárhæð fyrir hvert þeirra.

 

4. Félagsleg heimaþjónusta, reglur

Lögð fram drög að reglum um félagslega heimaþjónustu í sveitarfélaginu, sbr. 29. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónusta sveitarfélaga. Einnig voru lögð fram drög að eyðublaði fyrir umsóknir um þjónustuna.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti fyrirliggjandi drög að reglum um félagslega heimaþjónustu með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

 

5. Aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í nánum samböndum

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 9. september 2011, frá innanríkisráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir aðgerðum samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánari samböndum.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:45.