Fundargerð - 10. nóvember 2008

Mánudaginn 10. nóvember 2008 kl. 15:40 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1.  Endurskoðun fjárhagsáætlunar Þelamerkurskóla fyrir árið 2008

Lögð voru fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2008. Skv. drögunum þurfa framlög sveitarfélaganna að hækka um 15.241 þús. kr. Kemur þar aðallega til að kjarasamningur grunnskólakennara frá því í vor leiðir til rúmlega 9 millj. kr. útgjaldaauka sem er 16,3% hækkun frá upphaflegri áætlun.

Aðrar kostnaðarhækkanir eru tilkomnar af ákvörðunum sem teknar hafa verið á árinu. Að loknum umræðum ákvað framkvæmdanefnd að leggja til við sveitarstjórnirnar að drögin verði samþykkt.

 

2. Vátryggingar

Lagt fram tilboð frá VÍS í vátryggingar fyrir Þelamerkurskóla, dags. 16. okt. 2008.

Tilboðið var samþykkt.

 

3. Útleiga íbúða

Fram kom að búið er að ráðstafa þeim íbúðum í skólanum sem eru lausar.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:00.