Fundargerð - 10. maí 2006

Miðvikudaginn 10. maí 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 88. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt Elvari Árna Lund sveitarstjóra Öxarfjarðar. Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Einnig mætti sveitarstjóri Helga Erlingsdóttir, Ásgeir Már Hauksson starfsmaður sveitarstjórnarskrifstofu og endurskoðandi Hörgárbyggðar Arnar Árnason.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.   Ársreikningur Hörgárbyggðar, Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvar-innar á Þelamörk.

Ársreikningar Hörgárbyggðar lagðir fram til fyrri umræðu. Arnar Árnason endur­skoðandi fór yfir ársreikninganna með fundarmönnum og svaraði fyrirspurnum. Einnig var farið yfir ársreikninga Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk. Reikningunum síðan vísað til síðari umræðu.

 

2.  Veikindaleyfi sveitarstjóra.

Helga fór lauslega yfir réttindi sín vegna launa í veikindafríi og rétti til biðlauna. Einnig fór hún yfir ýmis mál sem hafa verið í vinnslu.

 

3.  Fundargerðir:

     a. Skólanefnd frá 26. apríl  2006.  Fundargerðin rædd og afgreidd án

         athugasemda.     

     b. Um umferðaröryggismál við ÞMS frá 2. mars 2006. Niðurstöður/-

         verkefni voru skilgreind skilmerkilega í niðurlagi fundargerðarinnar

         og er það í verkahring nýrrar sveitarstjórnar að fylgja þeim eftir.

         Fundargerðin síðan afgreidd án athugasemda.

     c.  Fundargerð Staðardagskrár 21 frá 5. apríl 2006. Afgreidd án

         athugasemda.

     d.  Fundargerð Bygginganefndar frá 9. maí 2006. Eitt erindi var

         samþykkt úr Hörgárbyggð, þ.e. erindi Önnu G. Grétarsdóttur sem

         hefur fengið leyfi til að byggja einbýlishús í Fornhaga 2.

         Fundargerðin var afgreidd án athugasemda.

    e.  Fundargerð Eyþings frá 24. apríl 2006, lögð fram til kynningar.

 

4.  Vinnuskóli.

Tvær umsóknir hafa borist um starf umsjónarmanns vinnuskólans í sumar þ.e. Arnar Gunnarsson og Friðlaugur Arnarsson. Að minnsta kosti sex umsóknir liggja fyrir frá unglingum um vinnu í vinnuskólanum. Samþykkt var að ráða Arnar Gunnarsson þar sem hann hefur áður unnið hjá sveitafélaginu og hefur stundað íþróttaþjálfun fyrir ungmenni.

 

5.   Staðardagskrá 21.

Staðardagskrá 21 fyrir Hörgárbyggð 2006-2020 var lögð fram til staðfestingar. Staðardagskrárnefndin hefur lokið störfum a.m.k. að sinni. Staðardagskrá 21 er velferðaráætlun fyrir sveitarfélagið Hörgárbyggð 2006-2020, sem sveitarstjórnir Hörgárbyggðar þurfa að vera vakandi yfir að fylgja eftir til framtíðar.

Nokkrar athugasemdir voru gerðar við orðalag í dagskránni. Meirihluti Sveitarstjórnar Hörgárbyggðar samþykkti síðan Staðardagsskrá 21 fyrir Hörgárbyggð. Tveir sátu hjá þ.e. Ármann Búason og Sturla Eiðsson.

 

6.  Ýmis mál.

Styrkbeiðni frá LSS var hafnað.  Samþykkt að styrkja Gásafélagið um kr. 10.000. 

Kjörskár vegna komandi sveitarstjórnarkosninga var lögð fram. Á kjörskrá eru 156 karlar og  131 kona þ.e. samtals á kjörskrá í Hörgárbyggð eru 287.

Elvar sagði frá undirbúningsvinnu vegna skoðanakönnunar sem á að gera samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor um það hvort áhugi sé hjá íbúum Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps til að skoða sameiningakosti sveitarfélaganna. Elvari falið að vinna áfram að málinu.  

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:44.