Fundargerð - 10. júní 2002

Mánudaginn 10. júní 2002 kl. 20:30 kom nýkjörin sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson.

 

1.   Aldurforseti nýkjörinnar sveitarstjórnar Ármann Þórir Búason setti fund og bauð nýkjörna sveitarstjórnarmenn velkomna.

 

2.   Kosning oddvita

      Helgi Bjarni Steinsson var kosinn oddviti til eins árs með 4 atkvæðum. Ármann Þórir Búason fékk 2 atkvæði og Sturla Eiðsson fékk 1 atkvæði.

 

3.   Kosning varaoddvita

      Ámann Búason var kosinn varaoddviti til eins árs með 4 atkvæðum

 

4.   Birna Jóhannesdóttir var samhljóða kosin ritari.

 

5.   Sveitarstjórn Hörgárbyggð skipa eftirtaldir:

 

      Aðalmenn:                                            Varamenn:

      Helgi B. Steinsson, oddviti                      Ásrún Árnadóttir

      Ármann Búason, varaoddviti                   Guðjón R. Ármannsson

      Birna Jóhannesdóttir, ritari                      Ingibjörg Stella Bjarnadóttir

      Guðný Fjóla Árnmarsdóttir                      Hermann Harðarson

      Klængur Stefánsson                               Sigríður Svavarsdóttir

      Sigurbjörg Jóhannesdóttir                       Ása B. Þorsteinsdóttir

      Sturla Eiðsson                                        Oddur Gunnarsson

 

6.   Skipan í nefndir:

Búfjáreftirlitsmenn:       

Aðalmenn:                                               Varamaður:

Stefán L. Karlsson, Ytri-Bægisá II           Helgi Þór Helgason, Bakka

Gestur Hauksson, Þríhyrningi

 

7.   Bókasafnsnefnd:

Jóna Kristín Antonsdóttir, Þverá

Gígja Snædal, Dagverðareyri

Alda Traustadóttir, Myrkárbakka

 

8.   Héraðsnefnd:

Aðalmaður:                                              Varamaður:

Helgi B. Steinsson, Syðri-Bægisá             Ámann Þ. Búason

 

9.   Skoðunarmenn:

Aðalmenn:                                               Varamenn:

Guðmundur Víkingsson, Garðshorni        Hanna R. Sveinsdóttir, Hraukbæ

Árni Arnsteinsson, Stóra-Dunhaga           Ásbjörn Valgeirsson, Lónsá

 

10.Leikskólanefnd:

Aðalmenn:                                               Varamenn:

Sigríður K. Sverrisdóttir, Skriðu               Borghildur Freysdóttir, Stóra-Dunhaga

Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Þelam.skólaGuðrún Harðardóttir, Skógarhlíð 31

Logi Geir Harðarson, Skógarhlíð 33

 

11. Byggingarnefnd:

Aðalmaður:                                              Varamaður:

Klængur Stefánsson, Hlöðum I                Haukur Steindórsson, Þríhyrningi

 

12. Skólanefnd:

Aðalmenn:                                               Varamenn:

Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Bitru               Árni Arnsteinsson, Stóra-Dunhaga

Guðjón R. Ármannsson, Hlöðum II         Hanna R. Sveinsdóttir, Hraukbæ

 

13.Skipulagsnefnd:

Aðalmenn:                                               Varamenn:

Helgi B. Steinsson, Syðri-Bægisá             Haukur Steindórsson, Þríhyrningi

Ármann Þ. Búason, Myrkárbakka            Klængur Stefánsson, Hlöðum I

Sturla Eiðsson, Þúfnavöllum                     Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Þelam.sk.

 

14.Framkvæmdanefnd:

Helgi B. Steinsson, Syðri-Bægisá

Ármann Þ. Búason, Myrkárbakka

Sturla Eiðsson, Þúfnavöllum

 

15. Fjallskilanefnd:

Guðmundur Skúlason, Staðarbakka

Stefán L. Karlsson, Ytri-Bægisá II

Aðalsteinn H. Hreinsson, Auðnum I

 

16. Aðalfundur Eyþings:

Aðalmenn:                                               Varamenn:

Oddur Gunnarsson, Dagverðareyri           Sturla Eiðsson, Þúfnavöllum

Birna Jóhannesdóttir, Skógarhlíð 41         Guðmundur Skúlason, Staðarbakka

 

17. Kjörstjórn:

 

Aðalmenn:                                               Varamenn:

Guðmundur Víkingsson, Garðshorni        Herborg Sigfúsdóttir, Skógarhlíð 16

Ólöf Þórsdóttir, Bakka                             Ari H. Jósavinsson, Auðnum II

Sverrir Haraldsson, Skriðu                        Haukur Steindórsson, Þríhyrningi

 

18. Fundargerð fjallskilanefndar frá 22. apríl 2002 vísað til framkvæmdanefndar.

 

19. Framkvæmdir að Melum í Hörgárdal:

 Sveitarstjórn ákvað að fara fram að Melum laugardaginn 15. júní skoða framgang mála og hitta stjórnir Leikfélags Hörgdæla og kvenfélagsins.

 

20. Rædd voru launakjör sveitarstjórnarmanna og ákveðið að þau yrðu óbreytt.

 

21. Umræður fóru fram um hvort ráða ætti sveitarstjóra fyrir Hörgárbyggð. Vísað til framkvæmdanefndar til skoðunar.

 

22.Vinnuskóli

Óskað hefur verið heftir að vinnuskóli fyrir 14-16 ára unglinga verði starfræktur í Hörgárbyggð í sumar. Þar sem erindið barst það seint til sveitarstjórnar að hugsanlegum verkefnum fyrir vinnuskólann hafði þá þegar verið ráðstafað telur sveitstjórnin ekki hægt að verða við þessum óskum í sumar.

Sveitarstjórn ákvað þess í stað að skipa undirbúningsnefnd til að vinna að framgangi málsins þannig að hægt sé að bjóða upp á vinnuskóla fyrir 14-16 ára unglinga sumarið 2003.

 

23.Tæring í heitavatnslögnum í Þelamerkurskóla

Lagt fram bréf dags 2. júní 2002 frá skólastjóra Þelamerkurskóla, Sigfríði Angantýsdóttur, til Norðurorku. Þar kemur fram að ástand hitaveitulagna í Þelmerkurskóla sé ekki gott eftir að varmaskiptakerfið var tekið í notkun, vatn sé gruggugt og í því sé mylsna og járnsvarfi. Óskað er eftir að Norðurorka grípi til einhverra aðgerða til að bæta ástandið.

 

24.Bréf frá Gunnari Ólafssyni og Halldóru E. Jóhannsdóttur, Garðshorni 2

Þau óska eftir að settir verði upp ljósastaurar á þeirra heimreið eins og á öllum heimreiðum í sveitinni.

Sveitarstjórn heimilaði að settir verði niður tveir ljósastaurar á heimreið bréfritara.

 

25.Ákveðið er opna tilboð í skólaakstur Þelamerkurskóla þriðjudaginn 18. júní kl. 20:30.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 00:49.

 

Helgi Bjarni Steinsson                        Ármann Búason

Guðný Fjóla Árnmarsdóttir                Klængur Stefánsson

Sigurbjörg Jóhannesdóttir                   Sturla Eiðsson

Birna Jóhannesdóttir, fundarritari