Fundargerð - 10. júlí 2003

Fimmtudagur 10. júlí 2003.

Mætt: Ármann, Klængur, Helgi, Ásrún, Sturla, Guðný Fjóla og Sigurbjörg.

 

Sveitarstjórn hefur borist umsókn dags. 8. júlí 2003 frá Hugrúnu Ósk um launalaust leyfi frá 11. ágúst 2003 til 1. janúar 2004. Sveitarstjórn samþykkir beiðni Hugrúnar með fimm atkvæðum. Ármann greiðir atkvæði á móti, Guðný Fjóla skilar inn eftirfarandi bókun:

”Ég, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir sem sit í leikskólanefnd Hörgárbyggðar tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytt geti afstöðu minni varðandi erindi sem borist hafa rá Hugrúnu og styð ég því áfram samdóma álit leikskólanefndar frá 7. júlí um að hafna erindi Hugrúnar og bjóða hana þess í stað velkomna til starfa að sumarleyfi loknu þann 1. ágúst n.k.

Ég tel leikskólanefndina hafa unnið vel að málinu, eftir að erindið barst henni og skilað í framhaldinu greinargóðri skýrslu máli sínu til stuðnings. Í því sambandi vil ég ítreka ábendingu frá nefndinni varðar mikilvægi þess að ráðfæra sig við lögfróða menn til að tryggja réttarstöðu sveitarfélagsins í þessu máli.”

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun varðandi erindi Hugrúnar:

“Sveitarstjórn átelur þau vinnubrögð sem við höfð hafa verið af þinni hálfu varðandi beiðnir þínar um leyfi. Sveitarstjórn telur, til að mynda, eðlilegra að hún hafi mun fyrr verið upplýst um fyrirhugað nám þitt.

Sveitarstjórn vill einnig benda á óeðlilegt telst að leikskólastjóri í orlofi sé að hafa afskipti af starfsmannamálum án vitundar sveitarstjóra.”

 

Erindi frá Kötlu ehf. dags. 2. júlí 2003

Sveitarstjórn samþykkir að bjóða Kötlu ehf. einbýlishúsalóðirnar á 1.125.000. Samtals verð á 8 lóðum færi ekki niður fyrir 9.000.000. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til beiðni Kötlu ehf. um að Hörgárbyggð sjái um eftirlit með framkvæmdinni.

 

Fundargerð húsnefndar frá 3. júlí 2003 samþykkt.

Sverri, formanni húsnefndar falið að ræða við landeiganda á Hallfríðarstöðum um stækkun lóðar og nýtingu vatnsbóls fyrir Mela.

 

Erindi frá foreldrafélagi Álfasteins

María A. Tryggvadóttir, f.h. foreldrafélags Álfasteins óskar eftir að gjöld félagsins verði innheimt inn með leikskólagjöldum. Málinu vísað til sveitarstjóra.

 

Sveitarstjórn samþykkti að ráða Silju Dögg Baldvinsdóttur kt. 030682-4919 sem liðveitanda fyrir Agnesi Þóru Kristþórsdóttur.

 

Sigurbjörg bar upp fyrirspurn varðandi greiðslur til skólanefndar vegna vinnu við ráðningu skólastjóra. Sveitarstjórn samþykkti að greiða sínum fulltrúum í skólanefnd 2 fundi fyrir þá vinnu.

 

Samþykkt að borga Guðnýju Fjólu tvo fundi fyrir undirbúningsvinnu við að skipuleggja störf vinnuskólans.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 11:30