Fundargerð - 10. desember 2003

Miðvikudaginn 10. desember 2003 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 46. fundar  í Þelamerkurskóla.  Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmars­dóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar voru mættir

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir að bæta inn á dagskrána styrkbeiðni frá Hraunsráði – reiðleiðir í Hörgárbyggð- fjárhagsáætlun Hafnarsamlagins.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.  Fundargerðir:   a) Eyþings, 146 fundur frá 20. nóv. 03.  Tekið er undir með umhverfisráðuneytinu sem fagnar ályktun Eyþings um sameiginlega sorpförgun á starfssvæði Eyþings.  b)  Fundargerð leikskólanefndar frá 8. des. 03.  Guðný fór yfir helstu mál frá fundinum en fundargerðin var ekki komin í hús.

 

2.  Leikskólamál.  Bréf hefur borist frá hreppsnefnd Arnarneshrepps þar sem þeir bjóðast til að greiða fyrir hverja dvalarstund kr. 4.800 pr. mánuð vegna leikskólann á Álfastein. Ákveðið var að svara hreppsnefnd Arnarneshrepps í samræmi við bókun sveitarstjórnar frá 3. desember sl. þar sem ákveðið var að gjaldið þyrfti að hækka í kr. 6.875 pr. dvalarstund.  Í bréfi Arnarneshrepps kemur fram að gjaldið hafi hækkað verulega um áramótin 2002-2003. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar fellst ekki á að eingöngu hafi verið um að ræða hækkun á gjaldskrá, hið rétta [sé] að um leiðréttingu var að ræða til samræmis við viðmiðunargjaldskrá. Þess má geta að Akureyrarbær greiddi á síðasta ári þessa leiðréttingu á gjaldskránni tvö ár afturvirkt.

 

3.  Samningur um öldrunarþjónustu.  Sveitarstjóra var falið að vinna að málinu áfram og þá samvinnu við önnur sveitarfélög.

 

4.  Sorpgjald - fyrirtækja.  Til kynningar: Hörgárbyggð hefur greitt á 6 mánaða tímabili kr. 660.803 í sorpurðun á Glerárdal.

 

5.  Húsaleiga - skrifstofa.  Samþykkt var að greiða kr. 25.000 í leigu pr. mán. fyrir skrifstofuaðstöðu Hörgárbyggðar.

 

6.  Sorpmál.  Tekið var fyrir bréf Sorpeyðingar Eyjafjarðar b.s. vegna Skúta frá 4. september 2003 þar sem farið er fram á að sveitarstjórn Hörgárbyggðar veiti leyfi til að athuga dýpt jarðvegs til að meta þar aðstæður til reksturs urðunarstaðar fyrir úrgang. Málin voru rædd frá ýmsum sjónarhólum og kostir og gallar ræddir.  Síðan var gengið til leynilegrar kosningar. Þrír voru  samþykkri því að veita Sorpsamlagi Eyjafjarðar b.s. leyfi til frumathugunna á Skútnalandi en fjórir voru á móti. Erindinu var því hafnað. Sveitarstjóra var falið að svara Sorpsamlaginu í anda umræðnanna á fundinum.

 

7.  Eflingarsamningur – Vaki – DNG.  Ákveðið var að styrkja ekki þetta frumkvöðla verkefni.

 

8.  Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar um myndkortagrunn. Tekið var jákvætt í erindið í heild sinni.

 

9.  Skoðun sveitarstjórnar um mat á umhverfisáhrifum vegna Brims fiskeldis ehf.  Skýrslan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.  Sveitarstjórn Hörgárbyggar leggur til að fiskeldishugmyndir Brims ehf. fari í umhverfismat.

 

10. Reglur barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, lagðar fram til kynningar

 

11. Fræðslusetrið á Möðruvöllum – viðskiptaáætlun, lögð fram til kynningar.   

 

12.  Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landsímanum.  Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

13.  Hraun í Öxnadal ehf. – styrkbeiðni, reiðleiðir í Hörgárbyggð, fjárhagsáætlun Hafnarsamlagsins.  a)  Samþykkt að leggja fram sem hlutafé í Hraun ehf. kr. 500.000 sem greiðist í tvennu lagi á árinu 2004. Tekið var jákvætt í að leggja til eitthvert rekstrarframlag sem kæmi þá til greiðslu í fyrsta sinn á árinu 2005.  b)  Reiðleiðir í Hörgárbyggð.  Lögð var fram yfirlýsing frá nær öllum landeigendum í Hlíðinni þ.e. frá Dvergasteini til Moldhauga um að þeir samþykki að lagður verði fjölnotavegur meðfram þjóðvegi 1, vegna reiðvegar. Oddvita var falið að skrifa undir f.h. Hörgárbyggðar um að heimila að reiðvegurinn verði lagður þvert yfir Mið-Samtúnsland ofan þjóðvegar.

 

14.  Sjómokstur frammi í dölunum er ekki eins og skyldi þar sem Vegagerðarmenn snúa við þegar þeir telja sig vera komna á heimreiðar. Samþykkt var að greiða fyrir snjómokstri inni í dölunum eins og undanfarin ár.

 

15.  Fjárhagsáætlun 2003, skóli og sveitarfélag - lokaumræða

Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla var samþykkt Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs samþykkt.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 01:15.