Fundargerð - 10. apríl 2007

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla 10. apríl 2007 kl. 16:30. Fundarstaður skrifstofa Hörgárbyggðar.

 

Fundarmenn:

Jóhanna Oddsdóttir frá Hörgárbyggð, formaður.

Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi, varaformaður.

Hanna Rósa Sveinsdóttir Hörgárbyggð, ritari.

Unnar Eiríksson, aðstoðarskólastjóri.

 

Auk þess sat Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri Hörgárbyggðar fundinn.

 

Fundarefni:

  1. Auglýsing eftir skólastjóra
  2. Afleysing skólastjóra
  3. Önnur mál

 

1. Auglýsing eftir nýjum skólastjóra

Starfslokasamningur hefur verið gerður við Önnu Lilju Sigurðardóttur með gildistíma frá 1.5. 2007 og hefur henni verið veitt veikindaleyfi fram að þeim tíma.

Í ljósi þess er starf skólastjóra Þelamerkurskóla laust til umsóknar.

Skólanefnd samdi auglýsingu sem birt verður í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu þann 15. apríl n.k.  Unnar tekur að sér að senda út auglýsinguna.

 

2. Afleysing skólastjóra

Unnar Eiríkssongegnir starfi skólastjóra út skólaárið eða þar til nýr skólastjóri hefur verið ráðinn.

 

3. Önnur mál

Engin önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 17:45

 

Fundarritari Hanna Rósa Sveinsdóttir