Fundargerð - 10. ágúst 2017

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 82. fundur

Fundargerð

 

 

Fimmtudaginn 10. ágúst 2017 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar frá 19. júní 2017

Fundargerðin lögð fram.

2.        Fundargerð fjallskilanefndar frá 10. júlí 2017

Fundargerðin lögð fram.

3.        Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 20. júní 2017

Fundargerðin lögð fram.

4.        Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis frá 6.apríl og 12. júní 2017

Fundargerðirnar lagðar fram.

5.        Skýrsla RHA um kosti og galla sameiningar Eyþings og atvinnuþr. félaganna

Skýrslan lögð fram.

6.        Greið leið ehf. hlutafjáraukning og fundargerð

Lögð fram fundargerð aðalfundar og erindi um lokaáfanga hlutafjáraukningar.

Sveitarstjórn samþykkti að nýta forkaupsrétt Hörgársveitar í 40 milljón kr. hlutafjáraukningu.Hlutur sveitarfélagsins í aukningunni er 1,63%, eða kr. 650.384,-.

7.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir gististað með áfengisveitingum fyrir Arnarnes Paradís.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að rekstrarleyfið verði veitt.

8.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir gististað án veitinga fyrir Glæsibæ 2.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að rekstrarleyfið verði veitt.

9.        Skólaakstur

Lögð fram áætlun um skólaakstur næsta skólaár, ásamt samningum við núverandi samningsaðila.

Sveitarstjórn samþykkti á grundvelli fyrri samninga, framlagða samninga við núverandi samningsaðila um skólaakstur.

Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson véku af fundi undir þessum lið.

10.        Námsgögn fyrir grunnskólanemendur

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra varðandi námsgögn fyrir grunnskólanemendur.

Sveitarstjórn samþykkti að öllum nemendum í Þelamerkurskóla verði veitt námsgögn (s.s. ritföng, stílabækur, límstifti, möppur ofl.) þeim að kostnaðarlausu frá og með upphafi skólaárs 2017.  Áætlaður kostnaður er um kr. 3.800,- á nemanda eða um kr. 250.000,- fyrir skólaárið 2017-2018.

11.        Umhuga, samningur um heimaþjónustu

Lagður fram samningur við fyrirtækið Umhuga um heimaþjónustu.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

12.        Sögufélag Eyjafjarðar, erindi vegna minnismerkis um breska hermenn

Erindið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að ræða við bréfritara um að finna minnismerkinu nýjan stað.

13.        Forsætisráðuneytið, erindi varðandi nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna.

Erindið lagt fram.  Ekki er vitað til að Hörgársveit sé aðili að samningum um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna innan þjóðlendna.

14.        Jónasarlundur

Lagður fram ársreikningur Jónasarlundar ásamt yfirliti yfir starfsemina frá stjórn Jónasarlundar.

15.        Grund, sala á landi nr. 220-0329

Rætt um sölu og mögulega skiptingu á landinu sem er alls 12,57 ha að stærð og lagðir fram uppdrættir.

Sveitarstjórn samþykkti að skipta landinu í tvær spildur samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti sem verði annars vegar 11,65 ha að stærð og hinsvegar 0,92 ha að stærð. Gengið verði síðan til samninga um sölu á landspildum þessum við þá aðila sem við hefur verið rætt og samningar komi til afgreiðslu sveitarstjórnar.

16.        Fasteignamat 2018

Lagt fram yfirlit þar sem fram kemur að fasteignamat hækkar að meðaltali um 13,8% í Hörgársveit milli áranna 2017 og 2018.

17.        Yfirlit yfir stöðu reksturs 30.6.2017

Lagt fram yfirlit yfir rekstarreikning og stöðu reksturs málaflokka 30.6.2017.

18.        Hjalteyrarviti

Lagt fram erindi Hafnarsamlags Norðurlands og Vegagerðar varðandi framtíð Hjalteyrarvita.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að Hjalteyrarviti verði áfram í rekstri og mælir að Hafnarsamlag Norðurlands taki við rekstri vitans.

19.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:10