Fundargerð - 09. nóvember 2005

5. fundur fjallskilanefndar Hörgárbyggðar árið 2005

 

Miðvikudagskvöldið 9. nóvember 2005 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson, Stefán L Karlsson og Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar.

 

Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1.  Fyrir göngur í haust gaf Vélaborg ehf. sveitatfélaginu 120 öryggisvesti á gangnamenn og kann fjallskilanefnd Vélaborg bestu þakkir fyrir. Vestunum var dreift til gangnastjóra um allt sveitarfélagið.

 

2.  Fjallskilanefnd hefur borist eftirfarandi bréf. „Undirritaður, eigandi jarðarinnar Hallfríðarstaðakots, óskar hér með eftir þeirri breytingu á gangnasvæðum í fyrrum Skriðuhreppi að mörk gangnasvæða 9 og 10 færist suður að landamerkjum Hallfríðarstaða og Hallfríðarstaðakots. Land Hallfríðarstaðakots yrði þá smalað til norðurs með landi Lönguhlíðar og Skriðu. Með von um jákvæða afgreiðslu. Virðingarfyllst, Kristján Hermannsson”. Fjallskilanefnd samþykkir þessa beiðni.

 

3.  Almennar umræður um framkvæmd fjallskila í haust. Göngur gengu víðast þokkalega,  nema 2. göngur og eftirleitir í fram Hörgárdal og Öxnadal hafa gengið mjög erfiðlega vegna stöðugrar ótíðar og snjóa.

 

4.  Farið var yfir fjölda þess fjár sem flækst hafði á milli sveitarfélaga og kom í haust fyrir fjarri heimahögum. Úr Akrahreppi komu um 390 kindur í Gilsrétt, um 250 í Þverárrétt og um 150 í Hörgárdal. Komu því til rétta í Hörgárbyggð um 800 kindur úr Akrahreppi. Úr Eyjafjarðarsveit komu 9 kindur til rétta í Hörgárbyggð. Úr Hörgárbyggðkomu 11 kindur úrSilfrastaðaréttí 1. réttum, sem eru  fleiri kindur en um langt árabil. Þessar kindur voru frá: Árhvammi 1 kind, Ytri-Bægisá 2 kindur, Staðarbakka 3 kindur, Búðarnesi 2 kindur og  Þrýhyrningi 3 kindur.

 

5.  Borist hafa tilkynningar frá gangnastjórum um gangnarof frá eftirtöldum bæjum: Möðruvöllum 1 eitt dagsverk, Möðruvöllum 2 eitt dagsverk. Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi gangnadagsverk verði innheimt, samkvæmt a.m. 20. gr. fjallskilasamþykktar.

 

6.  Fjallað var um göngur á Illagilsdal og Lambárdal og var ákveðið að hafa samband við fjallskilastjóra Arnarneshrepps, samanber lið 2. í fundargerð fjallskilanefndar frá 31. ágúst 2005.

 

7.  Rætt um göngur í fram Öxnadal og oddvita falið að hafa samband við oddvita Akrahrepps og óska eftir fundi um framkvæmd gangna þar.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 23:00.