Fundargerð - 09. mars 2016

Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar

 

10. fundur

 

Fundargerð

 

Miðvikudaginn 9. mars 2016 kl. 15:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Bragi Konráðsson, Andrea R. Keel og Ingibjörg Stella Bjarnadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit 2014-2018

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit 2014-2018.

Farið var yfir drögin.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti framlögð drög að jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit 2014-2018 og leggur til við sveitarstjórn að þau verði tekin sem fyrst til afgreiðslu og staðfestingar.

 

2.        Jafnrétti í sveitarfélögum.  Málþing í Reykjavík 31. mars og námskeið        1. apríl 2016.

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til málþings og námskeiðs 31. mars og 1. apríl n.k. í Reykjavík undir yfirskriftinni „Jafnrétti í sveitarfélögum“.

 

3.        Önnur mál

Farið yfir ýmis mál er tengjast félagsmálefnum í sveitarfélaginu og úrlausnum þeim tengdum.

 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 15.25