Fundargerð - 09. janúar 2003

Fimmtudaginn 9. janúar 2003 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson og Helga Erlingsdóttir, sveitarstjóri.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

1.   Erindisbréf fyrir leikskólanefnd lagt fram til kynningar og verður afgreitt á næsta sveitarstjórnarfundi

 

Samningur til tveggja ára um ráðgjafarþjónustu milli Kennaradeildar Háskólans á Akureyri og Leikskólans á Álfasteini lagður fram til kynningar. Fyrir þjónustu HA mun Álfasteinn greiða árlega kr. 135.000 ásamt aksturskostnaði.

 

Rekstrarstyrkur frá Akureyrarbæ til Álfasteins vegna tveggja barna 6 tíma á dag er kr. 628.980 á ári.

 

Dvalarsamningur v/vistunar barna á Álfasteini lagður fram til kynningar ásamt inntökureglum fyrir leikskólann.

 

Kostnaðaráætlun v/breytinga á Þelamerkurskóla vegna sveitarstjórnarskrifstofu og leikskóla sem unnin er af Pétri Torfasyni hjá VST lögð fram til kynningar. Þar kemur fram að áætlaður kostnaður vegna sveitarstjórnarskrifstofunnar er kr. 12.500.000 og áætlaður kostnaður vegna breytinga fyrir leikskóla og kennslurýmis er kr. 15.000.000.

 

2.   Mið-Samtún – Brynjólfur. Búið er að greiða kr. 300.000 af 365.000 króna innheimtukröfu vegna leigu fyrir Mið-Samtún. Ólafur Vagnsson er að vinna að því að meta jörðina til hugsanlegs söluverðs.

 

3.   Mið-Samtún Ingi. Heimilisaðstæður hafa versnað til muna og ekki hefur verið þrifið eins og skyldi og húsdýr hafa gert sig heimakomin. Forstöðumaður heimahjúkrunar hafði samband við sveitarstjóra og sagði að erfitt væri orðið að fá starfsmenn heimahjúkrunar til að sinna þessum aðila. Ármanni falið að kanna aðstæður. Einnig verður farið í það að fá annan starfsmanna til að taka að heimaþjónustuna.

 

4.   Hlíðarbær. Húsvörðurinn óskar eftir að fá að kaupa eldavél og örbylgjuofn fyrir Hlíðarbæ, þar sem kvartað hefur verið undna aðstöðuleysi fyrir þá sem eru að leigja húsið. Erindið var samþykkt og vísað til húsnefndar til afgreiðslu.

 

Ósk hefur borist frá Þorrablótsnefnd fatlaðra og er óskað eftir því að fá Hlíðarbæ endurgjaldslaust eina kvöldstund til að halda þar Þorrablót fyrir félagsmenn. Þeir munu sjá um þrif á húsnæðinu að afloknu blóti. Samþykkt einróma að verða við erindinu.

 

5.   Húsnefnd. Samþykkt að greiða húsnefndarmanni, Borghildi Freysdóttur, sem skipaður var frá kvenfélagi og leikfélagi Hörgdæla, nefndarlaun með öðrum nefndarmönnum húsnefndar. Launin verða síðan innheimt aftur frá hjá félögunum.

 

6.   Bókhald skólans og íþróttahúss. Sveitarstjórn Arnarneshrepps vill ganga frá samkomulagi um endurgjald fyrir sinn hluta í færslu bókhalds fyrir Þelamerkurskóla og íþróttahús. Ákveðið að ganga frá samkomulagi við Arnarneshrepp um kostnaðarskiptingu og að fá Arnar Árnason til að leggja mat á hvað bókhaldið er umsvifamikið, ásamt því hvað þeir hafa verið að greiða Sigfúsi fyrir bókhaldið að teknu tilliti til umræðna á fundinum.

 

7.   Grisjun í skógi við Skógarhlíð. Sigurði Ólafssyni heimilað að snyrta og grisja skógarreitinn norðan við Skógarhlíð, þar sem skógurinn er þó nokkuð brotinn og kræklóttur og þarfnast aðhlynningar og endurnýjunar.

 

8.   Önnur mál

Tillaga að launum sveitarstjórnar og nefndarfólks árið 2003.

Lögð var fram tillaga að launum sveitarstjórnar og nefndarfólks í Hörgárbyggð árið 2003. Eftir breytingar í samræmi við umræður á fundinum er tillagan eftirfarandi:

Oddviti: 40% af þingfararkaupi + akstur til 1. maí, eftir það 25% af þingfararkaupi auk aksturs.

Sveitarstjórnarfólk: 5% af þingfararkaupi á mánuði + 2% fyrir hvern fund + akstur

Nefndarfólk: 2% af þingfararkaupi + akstur

Nefndarformenn: 3% af þingfararkaupi + akstur, nema fjallskilastjóri 4% + akstur

Endurskoðendur: 4% af þingfararkaupi + akstur

Nefndir fá eingöngu greitt fyrir bókaða fundi.

Málinu vísað til næsta sveitarstjórnarfundar til afgreiðslu.

 

Vegna eftirvinnu sveitarstjóra sem er mun meiri en menn gerðu sér hugmyndir um í upphafi ráðningar þá verða þau mál skoðuð nánar á næstu vikum.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:40.

 

Birna Jóhannesdóttir, fundarritari