Fundargerð - 09. desember 2009

Miðvikudaginn 9. desember 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 46. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Viðræður um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar

Gerð var grein starfi samstarfsnefndar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.

 

2. Útsvarsprósenta og álagning fasteignagjalda fyrir árið 2010

Samþykkt að álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2010 verði óbreytt frá árinu 2009, þ.e. 13,28%.

Sveitarstjórn ákvað að álagningarhlutfall fasteignaskatts skv. a-lið og c-lið á árinu 2010 verði þau sömu og á árinu 2009, þ.e. a-gjald 0,40% og c-gjald 1,40% af fasteignamati. Skv. lögum verður fasteignaskattur skv. b-lið 1,32% af fasteignamati. Ákveðið var að álagningarhlutfall holræsagjalda á árinu 2010 verði það sama og á árinu 2009 þ.e. 0,18% af fasteignamati. Sorphirðugjald heimila verður kr. 24.000 annars staðar en á lögbýlum þar sem búskapur er stundaður. Á lögbýlum þar sem búskapur er stundaður verður gjaldið kr. 36.000. Framlagðar reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykktar. Þær gera ráð fyrir að efstu tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði kr. 3.150.000 og fyrir samskattaða kr. 4.200.000.

 

3. Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættisins, 26. nóvember 2009

Fundargerðin er í þremur liðum. Lögð fram fjárhagsáætlun byggingafulltrúaembættisins.

Fundargerðin og fjárhagsáætlunin ræddar og afgreiddar.

 

4. Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, 3. desember 2009

Fundargerðin er í þremur liðum. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2010 og bréf Umf. Smárans, dags. 8. nóv. 2009.

Fundargerðin og fjárhagsáætlunin ræddar og afgreiddar.

 

5. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla, 3. desember 2009

Fundargerðin er í tveimur liðum. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2010 og bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 24. nóvember 2009, um eftirlit með skólahaldi.

Fundargerðin og fjárhagsáætlunin ræddar og afgreiddar.

 

6. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010, fyrri umræða

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og fráveitu fyrir árið 2010. Í drögunum er gert ráð fyrir lítils háttar afgangur verði á rekstri samstæðunnar (A- og B-hluta) á árinu. Til framkvæmda er gert ráð fyrir kr. 2,5 millj. kr.

Niðurstöðutölur endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 (sjá 9. lið fundargerðar 132. fundar) eru þær að gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri aðalsjóðs verði kr. 13.278.000, halli á rekstri eignasjóðs kr. 11.810.000 og halli á rekstri fráveitu að fjárhæð kr. 3.263.000, samtals verði því halli á rekstri samstæðunnar sem nemur kr. 1.795.000.

Fjárhagsáætlun 2010 yfirfarin og vísað til síðari umræðu.

 

7. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar, 23. nóvember 2009

Fundargerðin er í fjórum liðum. Í þriðja lið fundargerðarinnar er gerð grein fyrir tillögum hópa sem störfuðu á fundinum. Tillögurnar fjalla um alla þætti væntanlegs svæðisskipulags.

Sveitarstjórn veitti fulltrúum Hörgárbyggðar í nefndinni fullt umboð til að vinna áfram með tillögurnar í fundargerðinni.

 

8. Flokkun ehf., hlutafjáraukning

Lagt fram tölvubréf, dags. 2. desember 2009, frá bæjarstjóranum á Akureyri, þar sem gerð er grein fyrir stöðu mála í fjármögnun jarðgerðarstöðvar Moltu ehf. Bréfinu fylgir greinargerð um málið. Málið er þríþætt: (1) heimild til Flokkunar ehf. um að ábyrgjast lán til Moltu ehf. allt að 160 millj. kr., (2) hlutafjáraukning Flokkunar ehf. vegna Moltu ehf., hluti Hörgárbyggðar yrði 846 þús. kr. og (3) samningur um skil lífræns úrgangs til Moltu ehf.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti heimild til Flokkunar til framgreindrar ábyrgðar, að auka hlutafé Hörgárbyggðar í Moltu um kr. 846.000 og að gerður verði samningur um skil lífræns úrgangs í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum.

 

9. Norðurskel ehf., tillaga að starfsleyfi

Bréf, dags. 18. nóvember 2009, frá Umhverfisstofnun, þar sem kynnt er tillaga að starfsleyfi Norðurskeljar ehf. um kræklingarækt og lirfusöfnun í Eyjafirði. Um er að ræða fjögur svæði, eitt þeirra er við strönd Kræklingahlíðar, frá Brávöllum og út að Dagverðareyri.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 

10. Mið-Samtún, stöðuleyfi til bráðabirgða

Bréf, dags. 20. nóvember 2009, frá Brynjólfi Snorrasyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að koma upp bráðabirgðaíbúð við gömlu fjóshlöðuna í Mið-Samtúni.

Málinu vísað til næsta fundar.

 

11. Endurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir Eyjafjörð

Bréf, dags. 25. nóvember 2009, frá Eyþingi, þar sem gerð er grein fyrir stöðu mála við heildarendurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir Eyjafjörð.

Til kynningar

 

12. Hrossaræktarfélagið Framfari, styrkbeiðni

Bréf, dags. 17. nóvember 2009, frá Hrossaræktarfélaginu Framfara, þar sem óskað er eftir styrk til starfsemi félagsins.

Samþykkt að veita félaginu kr. 50.000 í styrk.

 

13. Jarðhitaleit

Á fundinum var lögð fram greinargerð frá ÍSOR um jarðhita í Hörgárdal og Öxnadal.

Samþykkt að taka þátt í rannsóknarverkefninu.

 

14. Hestamannafélagið Léttir, umsókn um framkvæmdaleyfi

Tekið fyrir að nýju bréf, dags. 17. nóvember 2009, frá Hestamannafélaginu Létti, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi, sjá fundargerð síðasta fundar (20. mál).

Framkvæmdin sem erindið fjallar um er ekki framkvæmdaleyfisskyld og því tekur sveitarstjórn ekki afstöðu til þess.

 

15. Samband ísl. sveitarfélaga, tilfærsla á þjónustu við fatlaða

Bréf, dags. 30. nóvember 2009, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, þar sem kynnt er samþykkt stjórnar sambandsins frá 27. nóvember 2009 um til tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.

Til kynningar.

 

16. Alþingi, ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum

Lagt fram tölvubréf, dags. 2. desember 2009, frá Alþingi, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Frumvarpið fjallar um lágmarksfjölda fulltrúa í sveitarstjórnum.

Til kynningar

 

17. Jafnréttisstofa, jafnréttisáætlun

Bréf, dags. 2. desember 2009, frá Jafnréttisstofu, þar sem óskað er eftir að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið verði afhent, eða veittar upplýsingar um hvenær áætlað er að hún verði tilbúin, sé hún ekki til.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu

 

18. Trúnaðarmál

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:50