Fundargerð - 08. september 2004

Miðvikudaginn 8. september 2004, stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í íþróttahúsinu. Mætt voru:  Ármann Búason, Helgi Jóhannsson, Helgi Steinsson og  Hjördís Sigursteinsdóttir.  Auk þess kom bókhaldari íþróttamiðstöðvarinnar Helga Erlingsdóttir vegna fyrstu tveggja dagskrárliða.  Hjördís Sigursteinsdóttir ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 15:30.

 

Fyrir var tekið:

 

  1. Ársreikningur Íþróttamiðstöðvarinnar.

Helga Erlingsdóttir lagði fram Ársreikninga Þelamerkurskóla til undirritunar.   Athugasemdir frá endurskoðanda voru skoðaðar.  Hjördísi og Helgu var falið að ganga frá samstarfssamningi sveitarfélaganna um rekstur Íþrótta­miðstöðv­arinnar sem fyrst sem og leigusamningi við Þelamerkurskóla.

 

2.      Fjárhagslegstaða vegna rekstrar 2004.
Búið er að færa bókhald fyrir Íþróttamiðstöðina út ágúst.  Farið var yfir nokkra rekstrarliði.  Peningaleg staða er ekki nógu góð.  Stjórn lagði til að gengið verði frá leigugjöldum Þelamerkurskóla frá janúar-júní 2004 og þau millifærð.

 

3.      Gjaldskrá vetrarins.

Helgi Jóhannsson lagði til að útseldur tími í íþróttahúsi verði hækkaður úr kr. 3.000 í kr. 4.000. Þetta var samþykkt.  Eeinnig var samþykkt að hækka útseldan tíma til Þelamerkurskóla úr kr. 3.000 í kr. 3.500.  Í kjölfar þeirrar breytingar var samþykkt að endurskoða launakjör starfsstúlku sem sinnir skólakrökkum en ábyrgð hennar og starf inni í klefum er mun meira en á almennum útleigutíma.

 

4.      Úttekt frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra fór í reglulegt eftirlit í sundlaugina á Þelamörk þann 7. júlí sl.  Niðurstöður bárust skriflega með bréfi dagsettu þann 14. júlí sl.  Athugasemdir beindust að aðstöðu og búnaði sundlaugar og farið var fram á lagfæringar í átta liðum.  Þrátt fyrir þær lagfæringar kom fram í bréfinu að greinilega væri vel hugsað um aðstöðuna alla.  Farið var fram á eftirfarandi lagfæringar:

 

1.      Æskilegt væri að séraðstaða til skyndihjálpar og aðstaða til að geyma skyndihjálparbúnað væri staðsett á neðri hæð og aðgengileg frá laug.  Stjórn taldi að ekki væri hægt að verða við þessu að sinni.

 

2.      Tryggja með segulrofa eða á annan hátt að vatn sem rennur í laug sé ekki heitara en 55°C. 

Þetta er til staðar.

 

3.      Setja hitastýrð blöndunartæki á handlaugar gesta þannig að vatnshiti fari ekki yfir 43°C, frestur er til 1. janúar 2006 til úrbóta.

4.      Skrá mælingar á fríum- og bundnum klór ásamt pH gildi.

5.      Nota nákvæmari klórmæli til þess að mæla frían- og bundinn klór og sýrustig.

Stjórn samþykkti að kaupa nýjan mæli þannig að hægt verði að verða við liðum 4 og 5.

 

6.      Samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar skal vera 1m hátt handrið umhverfis setlaugar (heita potta), þannig frágengið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina.

Stjórn telur að uppsetning á slíku handriði komi til með að byrgja sýn í sundlaug og þannig auka hættu á eftirlitslausum börnum í laug.  Helga falið að ræða þennan lið betur til Heilbrigðiseftirlitið.

 

7.     Setja í eða við gufubað mæla sem sýna raka- og hitastig.

8.     Setja í gufubað merktan neyðarhnapp, tengdan gæsluherbergi laugarstarfsmanna.

Stjórn samþykkti að lagfæra liði 7 og 8 sem fyrst.

 

5.      Leigusamningur milli Íþróttamiðstöðvar og Þelamerkurskóla.

Drög að leigusamningi milli Íþróttamiðstöðvarinnar og Þelamerkurskóla liggur fyrir.  Farið var yfir nokkur atriði sem þurfa að koma fram í þessum samningi, t.d. að reyna að láta útleigðatíma vera samfellda yfir daginn, að láta vita um breytingar á stundaskrá og ef tímar falla niður, samstarf við íþróttakennara varðandi tækjakaup.

Stjórn fól Hjördísi Sigursteinsdóttur að uppfæra leigusamning og koma til aðila.

 

6.      Annað

Kennarar hafa óskað eftir því við forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar að fá fría íþróttatíma í íþróttahúsinu.          

Stjórn hafnaði þessu erindi.

           

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  17:00