Fundargerð - 08. nóvember 2016

Atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar

 

8. fundur

 

Fundargerð

 

 

Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

 

Fundarmenn: Jóhanna María Oddsdóttir, Bernharð Arnarson, Sigríður Guðmundsdóttir og Þórður Ragnar Þórðarson í atvinnu- og menningarnefnd, Lárus Orri Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

1.        Gjaldskrár 2017

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir Íþróttamiðstöð og Hlíðarbæ fyrir árið 2017 og farið yfir þær.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2017 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 800,-. Aðrar breytingar verði ekki gerðar á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2017 eigi íbúar sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2016. 

Einnig samþykkti nefndin að leggja til að framlögð tillaga að gjaldskrá Hlíðarbæjar fyrir árið 2017 verði samþykkt.

 

2.        Fjárhagsáætlun 2017

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun þeirra stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra. 

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að styrkur til

niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 16.000,- fyrir árið 2017.

 

3.        Önnur mál.
Umræður um sæludaginn og hvert skal stefna með hátíðina. 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:22