Fundargerð - 08. maí 2013

Miðvikudaginn 8. maí 2013 kl. 16:15 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal og Hjalti Jóhannesson, starfandi sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 

1. Björg II. Frummatsskýrsla, beiðni um umsögn

Lagt fram bréf, dags. 17. apríl 2013, frá Skipulagsstofnun ásamt frummatsskýrslu frá Environice um efnistöku í landa Bjarga II. Óskað er eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fyrir 15. maí n.k.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við efni frummats­skýrslunnar.

 

2. Norðurlandsvegur um Öxnadal, grjótvörn.

Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 2. maí 2013 ásamt uppdráttum, afriti af bréfi til Veiðifélags Hörgár dags. 30. apríl, tölvupósti frá Veiðifélagi Hörgár dags. 2. maí og bréfi frá Fiskistofu dags. 2. maí. Vegagerðin fékk framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni árið 2012 og er hér um viðbót eða lagfæringu á því verki að ræða þar sem í ljós kom í flóðum í vetur að hækka þurfti vörnina um 50 cm á 400 m kafla.

Skipulags- og umhverfisnefnd lítur svo á að framkvæmdaleyfi sé enn í gildi til að ljúka framkvæmdinni eins og lýst er í erindinu.

 

3. Skipulagsskilmálar varðandi grunnskóla í deiliskipulagi

Lagt fram bréf frá Skipulagssstofnun dags. 8. apríl þar sem bent er á að ef sveitarstjórn ákveði að grunnskólar sveitarfélagsins skuli aðeins þjónusta ákveðna árganga grunnskólabarna þá skuli það koma fram í skilmálum með deiliskipulagi sbr. úrskurð umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 19. febrúar 2013.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Akureyrarbær, beiðni um umsögn á vegna breytinga á skipulagslýsingu Aðalskipulags Akureyrarbæjar 2005-2018.

Lagt fram bréf Akureyrarbæjar dags. 9. apríl 2013 ásamt greinargerð um lýsingu dags. 20. mars 2013 um breytingar er varða afmörkun reiðleiða, afmörkun hafnarsvæða og staðsetningu íbúðarhúss við Hesjuvelli.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingar á skipulagslýsingu með þeim fyrirvara að þess sé gætt að reiðleiðir falli saman við reiðleiðir í Hörgársveit. Óskað er eftir nánari upplýsingum um legu reiðleiða á mörkum sveitarfélaganna.

 

5. Akureyrarbær, kynning á skipulagsáætlunum.

Lagt fram bréf frá Akureyrarbæ, dags. 2. maí 2013 þar sem bent er á að nú séu til kynningar þrjár skipulagsáætlanir, þ.e. breyting á aðaskipulagi vegna reiðleiða, afmarkana hafnarsvæða og íbúðarhúsnæðis við Hesjuvelli, breyting á aðalskipulagi vegna breytinga á íbúðarsvæði í Naustahverfi og nýtt deiliskipulag fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut og Súluveg.

Lagt fram til kynningar.

 

6. Hjalteyri, landnotkun og afmörkun lóðar við Friðrikshús.

Lagt fram bréf frá Vilhjálmi Rafssyni, dags. 29. apríl þar sem hann leggur áherslu á að í vinnu við aðal- og deiliskipulag á Hjalteyri verði Friðrikshús flokkað sem íbúðarhús og því afmörkuð lóð.

Bréfritara er þakkað erindið. Áformað er að landnotkun á því svæði sem húsið stendur á verði íbúðarsvæði. Afmörkun lóðar verður tekin til efnislegrar meðferðar í aðal- og deiliskipulagsgerð sem er í gangi í sveitarfélaginu.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:20