Fundargerð - 07. mars 2016

Fræðslunefnd Hörgársveitar

 

22. fundur

 

Fundargerð

 

Mánudaginn 7. mars 2016 kl. 16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar heilsuleikskólanum Álfasteini.

 

Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri, Jónína Sverrisdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Andrea R. Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteins og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Sameiginleg málefni:

1.        Skólastefna Hörgársveitar

Guðmundur Sigvaldason fv. sveitarstjóri sem fenginn hefur verið að vinnu við skólastefnuna mætti á fundinn og lagði fram fyrsta uppkast að skólastefnunni.  Farið var yfir uppkastið og verður það nú unnið áfram í samvinnu við fulltrúa foreldra og starfsmanna skólanna.  Drög að skólastefnu verða lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.

2.        Drög að skóladagatali og ársáætlun beggja skóla 2016 – 2017

Lögð voru fram til kynningar og umræðu skóladagatöl og ársáætlanir Álfasteins og Þelamerkurskóla 2016-2017. Afgreiðsla fer fram á næsta fundi fræðslunefndar.

Málefni Þelamerkurskóla:

3.            Reglur um samskipti skóla og trúfélaga

Kynntar voru tillögur og meginviðmið frá mennta- og menningarmálaráðherra með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Ákveðið að viðmið fyrir Þelamerkurskóla verði lögð fram á næsta fundi.

4.        Viðbragsáætlun skólans vegna óveðurs og ófærðrar.

Farið yfir gildandi áætlun og hún rædd.

Fræðslunefnd samþykkti að halda sig áfram við gildandi áætlun óbreytta.

5.        Staða framkvæmda.

Farið stöðu framkvæmda í Þelamerkuskóla og tímaáætlanir um verklok.

6.        Breyting á skóladagatali 2015-2016

Fræðslunefnd samþykkti að fella niður skóladag 22. apríl n.k. vegna tvöfaldra árshátíðardaga.

Málefni Álfasteins:

7.        Ný skólanámskrá Álfasteins

Lögð fram skólanámskrá heilsuleikskólans Álfasteins til kynningar. Afgreiðsla á næsta fundi.

8.        Ársskýrsla

Ársskýrslan lögð fram.

9.        Ráðning sumarstarfsmanns – sumarfrí starfsmanna.

Fræðslunefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að það verði skoðað að ráðinn verði starfsmaður í júní og ágúst n.k. til afleysinga.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:40