Fundargerð - 07. maí 2009

Fimmtudaginn 7. maí 2009 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 14:00.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Ársreikningur fyrir árið 2008

Lagður fram ársreikningur Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk fyrir árið 2008. Skv. ársreikningnum urðu rekstrartekjur Íþróttamiðstöðvarinnar á árinu alls 13,9 millj. kr. og rekstrargjöld urðu alls 20,1 millj. kr. Framlag sveitarfélaganna til rekstrarins varð því alls 6,2 millj. kr., sem var nokkur lækkun frá fyrra ári. Velta Íþróttamiðstöðvarinnar á árinu lækkaði nokkuð milli ára þar sem sundlaugin var lokuð vegna endurbóta frá 23. júní til 9. desember.

Ársreikningurinn var yfirfarinn og síðan staðfestur af stjórninni og forstöðumanni.

 

2. Rekstur undanfarna mánuði

Lagður fram úrdráttur úr aðalbók Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir janúar – mars 2009. Skv. því eru tekjur af aðgangseyri 86% hærri en á sama tíma 2008. Það sýnir að aðsókn að sundlauginni hefur verið mun meiri það sem af er árinu en á undanförnum árum. Gjaldaliðir á þessu ári eru hærri en á síðasta ári, en allt bendir til að afkoma ársins verði mun betri en undanfarin ár.

 

3. Samstarfssamningur um Íþróttamiðstöðina

Lögð fram drög að samstarfssamningi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar um rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar, sbr. ákvörðun stjórnarinnar 27. apríl 2007.

Drögin voru yfirfarin og gerðar á þeim smávægilegar breytingar. Stjórnin leggur til að drögin, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, verði lagðar fyrir sveitarstjórnirnar til afgreiðslu.

 

4. Samningur um afnot Þelamerkurskóla

Lögð fram drög að samningi milli Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar um afnot skólans af íþróttamannvirkjunum fyrir íþróttakennslu. Endurskoðandi Íþróttamiðstöðvarinnar hefur bent á nauðsyn þess að slíkur samningur sé til staðar.

Stjórnin samþykkti drögin fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:35