Fundargerð - 07. maí 2007

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla, haldinn í Þelamerkurskóla

mánudaginn 7. maí 2007 kl. 20.

 

Fundarmenn:

Jóhanna María Oddsdóttir, formaður.

Garðar Lárusson, varaformaður.

Hanna Rósa Sveinsdóttir, ritari.

Unnar Eiríksson, aðstoðarskólastjóri.

Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi kennara.

Guðrún Harðardóttir fulltrúi foreldraráðs, áheyrnarfulltrúi.

 

Fundarefni:

  1. Ráðning nýs skólastjóra
  2. Skóladagatal skólaárið 2007-2008
  3. Trúnaðarmál

 

1. Ráðning nýs skólastjóra

Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra var til 1. maí. Alls bárust 12 umsóknir. Eftirtaldir aðilar sóttu um:

Björk Pálmadóttir, Eyrún Skúladóttir, Guðmundur Engilbertsson, Helga Sigurðardóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir, Jóhanna María Agnarsdóttir, Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, Katrín Fjóla Guðmundsdóttir, Kári Ellertsson, Kristín Thorberg, Tómas Lárus Vilbergsson, Örlygur Þór Helgason.

 

Farið var yfir fyrirliggjandi umsóknir en allir umsækjendur reyndust hæfir. Ákveðið að skólanefnd taki þrjá umsækjendur í starfsviðtöl.

 

2. Skóladagatal fyrir skólaárið 2007-2008

Unnar lagði fram tillögu að skóladagatali 2007-2008. Þar er gert ráð fyrir að skólasetning verði þriðjudaginn 28. ágúst 2007 og skólaslit 2. júní 2008 og skóladagar verði 178-180 á skólaárinu samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Skólanefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og lýsti ánægju með að skólasetning væri seinna á haustinu en áður hefur verið en það er í samræmi við óskir frá foreldrum.

 

3. Trúnaðarmál

 

Fundi slitið kl. 23:30

Fundarritari

Hanna Rósa Sveinsdóttir