Fundargerð - 07. júlí 2003

Mánudagur 7. júlí 2003.

Mætt: Helgi, Guðný Fjóla, Ármann, Klængur og Sigurbjörg. Sturla boðaði forföll og Birna var stödd erlendis.

 

Tilefni fundarins var bréf dagsett 30. júní 2003 frá Hugrúnu Ósk Hermannsdóttur leikskólastjóra þar sem hún óskar eftir námsleyfi til 1. júní 2004. Á símafundi sveitarstjórnar 1. júlí var ákveðið að vísa málinu til leikskólanefndar til að fá álit nefndarinnar.

 

Sveitarstjórn hitti leikskólanefnd að loknum fundi nefndarinnar. Þann fund sátu fyrir leikskólanefnd: Logi, Sigríður Kristín, Guðný Fjóla og Guðrún fulltrúi foreldra. Logi fór yfir vinnu nefndarinnar og niðurstöðu. Leikskólanefnd sér ekki forsendur fyrir því að gengið verði að ósk Hugrúnar um námsleyfi, sjá nánar í fundargerð leikskólanefndar frá 7. júlí 2003.

 

Eftir umræður í sveitarstjórn samþykkir sveitarstjórn bókun leikskólanefndar.

 

Sveitarstjórn hitti svo skipulagsnefnd ásamt Jóni Inga frá Kötlu ehf. og Ævari skipulagsfulltrúa og fór yfir stöðu mála varðandi framhald í Skógarhlíð. Jón Ingi f.h. Kötlu ehf. gerir tilboð í lóðirnar upp á 1.000.0000 miðað við einbýlishúsalóðir. Þeir hyggjast byrja á fjórum húsum og öðrum fjórum á næsta ári.

Gatnagerðarframkvæmdir áætlar Katla ehf. að verði ca. 15.510.000. Katla ehf. óskar eftir að Hörgárbyggð sjái um að greiða deiliskipulag og eftirlit með framkvæmdinni.

Sveitarstjórn samþykkir, með fyrirvara um samþykki Sturlu og Birnu, að Hörgárbyggð sjái um að ljúka deiliskipulagi og koma því í auglýsingu.

 

Sveitarstjórn samþykkir einnig bókun skipulagsnefndar varðandi umsókn Árna Hermannssonar um byggingu frístundahúss í landi Hamars.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 24:00.