Fundargerð - 07. júlí 2003

Mættir voru:  Gunnar Haukur, Árni og Oddur Gunnarsson í stað Hermanns.  Auk þeirra Helgi Steinsson oddviti og Ævar Ármannsson.

 

Dagskrá svohljóðandi:

 

  1. Beiðni frá Árna Hermannssyni
  2. Byggingalóðir í Skógarhlíð

 

 

  1. Beiðni frá Árna Hermannssyni um byggingu 48, 2 fermetra frístundahúss á eignarlóð sinni að Hamri.  Nefndin samþykkir beiðni hans.

Jón Ingi mætti á fund.  Hann taldi að meiri möguleiki væri fyrir sölu á einbýlishúsum heldur ein par- eða raðhúsum.  Ákveðið var að í deiliskipulagi yrði gengið út frá eintómum einbýlishúsum á byggingareitnum.  Sveitafélagið sér um hönnun og frágang á deiliskipulagi og úthlutun lóða.  Byggingaverktaki sér um gatna- og lagnagerð og hefur komið með gróflega verðhugmynd í það verk.  Að öðru leyti sér hann um byggingu og sölu húsanna.  Nefndin vísar til sveitastjórnar að ganga til samninga við Jón Inga fyrir hönd Kötlu ehf. um framgangsmáta verksins.