Fundargerð - 07. febrúar 2007

Mættir: Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Guðrún Harðardóttir, Líney Snjólaug Diðriksdóttir, Hugrún Hermannsdóttir leikskólastjóri og Stella Sverrisdóttir fyrir hönd foreldra.

 

Efni fundarins:

1.      Sumarfrí leikskólans

2.      Flutningur – hvernig er best að standa að því.

3.      Búnaður- peningaupphæð og fleira

4.      Skoða gardínutilboð

5.      Afhenda skýrslu vegna kynnisferðar til New York

6.      Námskrá leikskólans – Umsókn um Grænfána

7.      Móða á milli glerja og viðhald utanhús á gamla hluta

8.      Vígsla nýja hlutans

9.      Önnur mál

 

Byrjuðum fundinn á að skoða nýbygginguna.  Byggingin er langt komin þó ansi mikið sé eftir til að flutningur geti átt sér stað á áætluðum tíma. Nefndinni leist almennt vel á aðstæður.

 

1. Hugrún kom með þá hugmynd að færa aðeins til sumarfrí leikskólans og nefndi dagana 2. júlí – 27. júlí. Nefndin var sammála þessari dagsetningu og var hún því ákveðin.

 

2. Liður 2 og 8 teknir saman.  Stefnt er að því að flutt verði í nýja partinn laugardaginn 3. mars en 9. mars er hafður til vara. Hugrún talaði um að einhver undirbúningur geti átt sér stað fyrir þennan tíma en reiknar með að hafa starfsfólkið í um 4 tíma í flutningunum.  Guðný Fjóla felur Hugrúnu að gera kostnaðaráætlun vegna flutnings til að leggja fyrir sveitarstjórn.  Hugrún kom með hugmynd að bjóða starfsfólki í ferð í staðinn fyrir beina greiðslu.  Nefndinni leist vel á það.

Rætt var um að vígsla hússins fari fram þegar bæði húsin eru tilbúin. Nefndin var sammála um að vígslan fari fram fyrir hádegi að viðstöddum boðnum gestum en eftir hádegi verði opið hús fyrir almenning.

 

3. Hugrún ræddi um búnað sem þyrfti að kaupa og var búin að gera lista yfir þá hluti. Nefndin taldi best að hún gerði grófa kostnaðaráætlun með þessum lista til að leggja fyrir sveitarstjórn.

 

4. Farið yfir gardínutilboð.  Inn í þessum tilboðum eru allir gluggar í nýja og gamla húsi með uppsetningu. Vouge 221.471 kr., Sólstef 230.000 kr., Álnabær 234.200 kr.Þar sem lítill sem enginn munur reynist á tilboðunum telur nefndin best að Hugrún velji það sem henni finnst koma best út.

 

5.  Hugrún afhenti skýrslu vegna kynnisferðar til New York og sagði frá mjög gagnlegri og vel heppnaðri ferð.

 

6. Námskrá leikskólans er nánast fullbúin og ákveðið er að setja hana inn á heimasíðu leikskólans um mánaðarmótin febrúar/mars.  Hugrún kynnti þá hugmynd að sækja um Grænfána í haust þar sem námsskráin fellur að markmiðum hans.  En markmið verkefnisins er að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntum og verkefnum innan kennslustofu og utan
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varðar nemendur
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál
  • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu
  • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning

 

7. Hugrún fór yfir það hvort það ætti að gera ráð fyrir venjulegu viðhaldi utan á gamla húsið í sumar.  Nefndin taldi eðlilegt að það yrði klætt í samræmi við nýja partinn og hægt væri að skipta um gler sinna meir.

 

8. Hugrún telur að þegar allt húsi verður komið í notkun verði nauðsynlegt að láta mæla allt upp vegna ræstinga en það kostar um 50.000. Nefndin var sammála um það að á meðan væri tímabundið aðeins í nýja partinum að bæta við l klst. við ræstingar.

  

     Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:45