Fundargerð - 07. desember 2011

Miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Gústav Geir Bollason, Halldóra Vébjörnsdóttir og Hanna Rósa Sveinsdóttir. Auk þess voru á fundinum Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Félagsheimilið Melar, rekstrarsamningur

Lögð fram drög að rekstrarsamningi milli Hörgársveitar, Kvenfélags Hörgdæla og Leikfélags Hörgdæla þar sem er gert er ráð fyrir að Leikfélagið taki að sér rekstur Félagsheimilisins Mela til reynslu næstu fimm ár.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að af hálfu Hörgársveitar verði gengið til samninga við aðra eigendur Mela á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga um rekstur hússins á árunum 2012-2016, að báðum árum meðtöldum.

 

2. Umsjón með miðaldadögum 2012

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Gásakaupstaðar ses. og Hörgársveitar, sem felur í sér að sveitarfélagið taki að sér umsjón með miðaldadögum á Gásum 2012, sbr. samþykkt menningar- og tómstundanefndar 15. september 2011 (4. liður fundargerðar).

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög að samningi um umsjón með miðaldadögum 2012 verði samþykkt.

 

3. Íþróttamiðstöðin á Þelamörk, gjaldskrá

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöðina á Þelamörk, sem felur í sér hækkun á nokkrum liðum hennar.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkt verði framlögð drög að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, með gildistöku 1. janúar 2012.

 

4. Jónasarlaug, ljóðatenging

Gerð grein fyrir hugmynd sem gengur út á það að tengja sundlaugina við skáld sem tengjast í sveitinni. Í henni felst m.a. í því að plastfilma með ljóðum verði fest á nokkra glerveggi sundlaugarinnar.

Menningar- og tómstundanefnd telur að um áhugaverða hugmynd sé að ræða og heimilaði fyrir sitt leyti að hún verði framkvæmd.

 

5. Minjasafnið á Akureyri, þjónustusamningur

Lagt fram bréf, dags. 28. nóvember 2011, frá Minjasafninu á Akureyri þar sem óskað er eftir endurnýjun á gildandi þjónustusamningi þess við sveitarfélagið.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að þjónustusamningur við Minjasafnið verði endurnýjaður til eins árs á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.

 

6. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, drög

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála fyrir árið 2012.

 

7. UMFÍ, ályktanir sambandsþings 2011

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 29. nóvember 2011, frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) þar sem vakin er athygli á ályktunum 47. Sambandsþings UMFÍ um stuðning sveitarfélaga við íþrótta- og æskulýðsstarf, um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja, um aðgengi almennings að aðstöðu til íþróttaiðkunar, um herferð gegn notkun munntóbaks í íþróttamannvirkjum, um göngustíganet og bekki meðfram göngustígum og um sorpílát á útivistarsvæðum og meðfram göngustígum.

 

8. Héraðsskjalasafnið á Akureyri, ársskýrsla 2010

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins Akureyri fyrir árið 2010.

 

9. Félag íþrótta- og æskulýðs- og tómstundafulltrúa, upplýsingarit

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 18. nóvember 2011, frá Félagi íþrótta- og æskulýðs- og tómstundafulltrúa þar sem gerð er grein fyrir félaginu. 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:50.